Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 16
6
L Æ K N A B L A Ð I Ð
ir heilbrigðir en dæturnar
sjúkdómsarfberar. 2. Sé faðir-
inn veikur og konan sjúkdóms-
arfberi verður helmingur
drengjanna veikur og h,elm-
ingur dætranna og hinn helm-
ingur dætranna sjúkdómsarf-
berar. 3. Séu báðir foreldrarn-
ir sjúkir, verða öll börnin sjúk.
4. Sé faðirinn heilbrigður en
móðirin sjúk, verða allir syn-
irnir sjúkir en dæturnar leynd-
ir sjúkdómsarfberar. Synirnir
geta varla fengið sjúkdóminn
beinl frá föðurnum.
Óreglulegt ríkjandi
arfgengi.
Við jurta- og dýratilraunir
hefur komið í ljós, að drottnun
(dominans) við arfblendni þarf
ekki alltaf að vera algjör. Því
ófullkomnari sem drottnunin
er því meira nálgast kynblend-
ingurinn millistigið (milli for-
eldranna).
Við hina svokölluðu hvarfl-
andi (fluktuerandi) drottnun
getur ríkjandi sjúkdómur
komið mjög misjafnlega sterkt
fram hjá hinum einstöku fjöl-
ákyldumeðlimum. Söinuleiðik
getur sjúkdómur, sem virðist
fylgja ríkjandi erfðum, hlaup-
ið yfir ættlið, komið ekki frám
í einhverjum einstaklingi, sem
getur þó flutt sjúkdóminn yf-
ir á næsta ættlið eins og á sér
stað við víkjandi arfgengi.
Óregluleg drottnun getur líka
komið fram við það, að eitt-
hvert atriði eða afl verkar til
hindrunar, að sjúkdómurinn
komi fram og stundum virðist
þurfa fleiri samverkandi öfl
til þess að láta ríkjandi sjúk-
dóm koma fram.
Auk orsaka, sem bundnar
eru erfðastofninum þurfa
stundum utanaðkomandi áhrif
til þess að framkalla sjúkdóm-
inn, ef tilhneiging til lians ,er
fyrir hendi.
Sumir ríkjandi arfgengir
sjúkdómar koma ekki fram
fyrr en menn eru orðnir full-
orðnir eða gamlir, er það kall-
að „homocron“ arfgengi, það
er að segja, að sumir arfgengir
sjúkdómar komi fyrir á vissu
aldursskeiði, sem samt er ekki
alltaf um að ræða í veruleik-
anum, því að tímalengd sú,
sem sjúkdómar þessir koma
fram á getur oltið á tugum ára
og því oft valdið truflunum og
erfiðleikum, er dæma skal um
arfgengi þeirra.
Við marga arfgenga, með-
fædda, kvilla er um vanskapn-
að ræða ,eins og lithimnuglufu
(coloboma iridis), dvergauga
(microphthalmus), meðfædda
starblindu o. fl. Sumar starfs-
truflanir (funkt'ionstr.) stafa
scnnilega af líffærilegum
breytingum eins og litblinda o.
fl. en aftur á móti er oftast við
„homocron“ sjúkdóma um
hrörnun í líkamsvefjunum að
ræða, sem skemma og eyði-