Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 34
24 LÆKNABLAÐIÐ menn og konur (einkum kon- ur) með óvenj ulega skarpar gáfur og víðtæka þekkingu, en oft eru þetta bara ósköp hvers- dagslegar manneskjur, sem liafa betrumbæting máls og stíls að sérgrein á svipað- an hátt og aðrir hafa skordýra- fræði eða heilaskurði. Eg hefi örlítið haft saman við fólk af þessari stétt að sælda, og verð eg að játa að eg ber djúpa virð- ingu fyrir því, eins og fyrir öllum, sem vel kunna sitt fag. Hins vegar getur maður orðið þreyttur á smásmyglinni í því eins og smásmygli annara, sem vita of mikið um of lítið. Hvernig á því stendur að „lesarar“ af þessu tagi eru ekki notaðir af útgefendum bóka og tímarita heima veit eg ekki. Auðvitað væri æskilegra að lærðir m.enn héldu áfram að vera menntaðir menn, en sé þess ekki kostur, er óhjá- kvæmilegl að milli þeirra og hins prenlaða orðs sé einhvers- konar málhreinsandi skil- vinda. Mér dettur í hug annað dæmi um nauðsyn þessa, og af öðru tagi en þau, er þér nefnið. Fyrir nokkrum árum kom út bók að nafni. . ., sennilega brjálæðisrit í „klíniskum" skilningi, en að öðru leyti ekki óforvitnileg. Ritdómari — eg held ... -— réðst harkalega á höfundinn fyrir óvandaða með- ferð hans á lungunni, rangar beygingar, brengluð orðtök, og þar fram eftir götunum. Nú vill svo til, að höfundur mun lítt menntaður í skólum, og er honum því nokkur vorkumi. En jafnvel J)ó svo væri ekki, er það að mínum dómi útgef- andinn en ekki höfundurinn, sem á skammirnar fyrir slóða- skap af þessu tagi. Það er sem sé ekkert um það að villast, að fleiri eiga erindi fram á rit- völlinn en þeir fáu og fækk- andi, sem fullt vald hafa á framsetningu í rituðu máli; og það er skylda útgefandans að sjá þeim fyrir aðstoð á þeim sviðum þar sem þeir ,eru ekki sjálfbjarga. Eg segi það enn, að bezt væri að allir, sem á- stæðu liafa til að skrifa, væru menntaðir, en það er sanni nær, að jafnvel færir höfundar inættu oft þakka fvrir það, að athugull og vandvirkur lesari færi yfir verk þeirra. Mér liefir stundum dottið í hug að benda á þetta á prenti, en eg hefi ekki liafl mig upp í það, sennilega af því að í dag- legum lestri er ég ekki ýkja oft minntur á ófremdarástand- ið, sem nú rikir heima.“ Ég ætla, að þetta sé eftirtekt- arverð árétting þeirrar kenn- ingar, sem ég leitaðist við að koma á framfæri í umræddri grein minni, og um leið boðun nokkurs fagnaðarerindis. Hvað sem málfari íslenzkrar lækna- stétlar líður, á benni að vera

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.