Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 32
22 LÆKNABLAÐIÐ héraðslæknisstarfið í Reykja- vík, ásamt víðtækri almennri læknisþjónustu þar um margra ára bil, og loks ,en ekki sízt læknisverk hans á Farsótta- og Sóttvarnarliúsi Reykj avíkur háru öll vott um óvenjulega skyldurækni, mikla þekkingu og glögga dómgreind. Jón Hj. Sigurðsson var mjög geðþekkur maður. Yið þá, er iiann þekkti lítt, var hann hæg- látur og fámáll og virtist jal'n- vel stundum feiminn, enda var liann mjög yfirlætislaus. í vinahópi var hann aftur á móti fjörmikill og hrókur alls fagn- aðar. Hann var vinsæll og vin- fastur svo að af har. Hann var hreinn og hispurslaus í fram- komu, en sagði þó eigi hug sinn allan. Hann ofmelnaðist aldr.ei af mikilli þekkingu sinni, heldur fremur hið gagn- stæða, eins og liann vildi leggja áherzlu á það, að alltaf mætti betur gera. Hann var ger- sneyddur allri hégómagirni og henti oft gaman að tildri. Hann var mikill unnandi sigildrar hljómlistar og bar á hana gott skynbragð. Hann var mikið barn náttúrunnar og naut ís- lenzks sveitalífs, þá er hann mátti því við koma. Laxveiði- maður var liann mikill, enda vel kunnur flestum beztu veiðiám landsins. Frá því að Háskóli íslands var stofnaður árið 1911 og fram til ársins 1948, gegndi prófessor Jón kennslustörfum við læknadeildina, eða alls í 37 ár. Flestir núlifandi starf- andi læknar landsins eru nem- cndur hans. Hann er því ,einn þeirra manna, sem átt hefur ríkastan þátt í því að móta ís- lenzka læknastétt, eins og hún er í dag. Það er ef til vill djarft af samtíðinni að ætla sér að fella um það dóm, hvernig Jjetta hafi tekizt. Ivomandi kynslóðir munu hér einar fær- ar um að dæma. En ég er ekki í vafa um, hvert svar þeirra verður. Með Jóni Hj. Sigurðssyni er lil moldar genginn einn af for- vígismönnum íslenzku þjóðar- innar á sviði heilbrigðismála frá upphafi. Blessuð sé minning hans. Frekari æviatriði Jóns Ilj. Sigurðssonar má sjá í „Lækn- ar á lslandi“, Reykjavík 1944, hls. 175. Sigurður Sigurðsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.