Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 21 mikla kennarahæfileika pró- fessors Jóns Hj. Sigurðssonar. Kennsla hans var nákvæm og lifandi. Hann kunni vel þá list að gera glögg skil aðal- og aukaatriða. Hann var sam- vizkusamur k,ennari, svo að af bar og gerði mér vitanlega aldrei upp á milli nemenda sinna. Hann hafði sérstaklega gott lag á því að draga fram í kennslu sinni og leggja áherzlu á einföld, en hagnýt atriði, er hverjum nemanda mætti að gagni koma síðar í lífinu. Hygg ég, að reynsla hans sem héraðs- læknis um nokkurra ára bil í einu víðáttumesta og þéttbýl- asta sveitahéraði landsins liafi mjög mótað kennslu hans og auðveldað honum að meta hvernig haga bæri kennslunni við þær aðstæður, er voru fyr- ir hendi. Hann lauk venjulega að fara með fyrirlestrum og yf- irheyrslu yfir alla lyflæknis- fræðina á 2^/2—3 vetrum. Hin klíniska kennsla hans mun flestum nemendum ógleyman- leg. Mikil þekking lians í kennslugrein sinni, samfara óvenjulegri athyglisgáfu og glöggri og skilmerkilegri fram- setningarlist einkenndi þessar kennslustundir og gerði þær bæði eftirsóknarverðar og eft- irminnilegar. Greining sjúk- dóma var lians sterka hlið. Árin 1934 og 1935 starfaði ég sem aðstoðarlæknir han^ við lyflæknisdeild Landspítalans. Gafst mér þá gott tækifæri til að kynnast læknisstörfum lians og meta hann sem lækni. Aðstæður voru þá mikið breyttar frá námsárum min- um. Hann var nú yfirlæknir nýrrar deildar, er hann var að móta og skapa henni fast form og venjur. Ef tekið er tillit til þess, að sjálfur hafði hann eigi haft tækifæri til að starfa langdvölum á lyflæknisdeild- um að afloknu læknanámi, tel ég, að furðulegt megi teljast, bve v,el þetta tókst. Hann lét sér mjög annt um sjúklinga sína og leitaðist við að láta rannsaka þá, eins og frekast var unnt. Meðferð alla miðaði hann við það, hvað þeim mætti að mestu gagni koma, án þess þó að loka augunum fyrir þeim kostnaði, sem þeir sjálfir eða hið opinbera mætti bera af slíkum ráðstöfunum, eins og því miður kemur nú stundum fyrir meðal lækna. Hann var sérstaklcga samvizkusamur og sparaði hvorki spor né tínaa, er þungt veikir sjúklingar átlu í hlut. Hann lét sér títt um all- ar nýjungar í grein sinni og las mikið, er hann hafði tíma til. Samstarfsmaður var liann ágætur. En læknisstarf prófessors Jóns Hj. Sigurðssonar var eigi eingöngu á lyflæknisdeild Landspitalans. Hið mikla slarf hans sem héraðslæknis í Rang- árhéraði á árunum 1906—11,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.