Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 24
14 LÆKNABLAÐIÐ irin sleppur, en veikin kemur svo aftur fram í hennar syni eða sonum. Glákusjúkdómurinn er arf- gengur eða tilhneigingin til lians erfist. Glákan er „homocron“ sjúk- dómur, sem kemur oftast ekki fram, hjá okkur, fyrr en menn eru orðnir gamlir og þá senni- lega vegna einhv.erra fram- kallandi atriða, sem frekar eru bundin við aldurinn, t. d. æða- kölkun, truflanir frá tauga- greinum æðanna, langvinnar, ekki áberandi bólgur o. fl., sem svo sérstaklega fyrir sálræn áhrif, sterkar geðshræringar eða áhyggjur liafa truflandi á- hrif á temprun augnþrýstings- ins og framkalla sjúkdóminn. Ef gefa skal ráð hvort menn með arfgengan glákusjúkdóm skuli giftast eða ekki, er oft úr vöndu að ráða. Við vanskapnað eða alvar- lega, ríkjandi sjúkdóma, sem koma í ljós strax eða fljólt eft- ir fæðinguna, er hægt að ráða fólki til þess að giftast ,ekki, en við „homocron“ sjúkdóm er öðru máli að gegna, sérstak- lega ef þeir koma ekki fram fyrr en menn eru orðnir gaml- ir. Komi hjá tveimur kynslóð- um mjög mörg og alvarleg glákutilfelli fyrir, getur vönun komið til gr,eina. Æskilegt er að einstaklingar úr glákuættum giftist ekki saman. Yfirlit. Hér á landi er óvenjulega mikið um glákusjúkdóm og óvenjuleg hlutföll milli karla og kvenna, sem fá sjúkdóminn, karlar nær helmingi fleiri en konur. Af 1450 sjúklingum voru 15 með afleidda gláku (glaucoma secundarium) en 1435 með primera gláku. Sjúkdómurinn kemur aðallega fram sem glaucoma simplex, 90,88%. glaueoma inflammatorium chron. er 7,95% og glaucoma acutum 1,88%. Reynt er að sýna hversu erfðir hafi mikið að segja við glákusjúkdóminn. Af 1435 sjúklingum með primera gláku eru 659, sem rakið geta sjúk- dóminn til nánustu ættmenna. Sjúkdómurinn kemur fram þótt flutt sé í aðrar heimsálf- ur og lifað við önnur skilyrði. Glákan er „homocron“ sjúk- dómur, sem kemur fram aðal- lega milli 60 og 90 ára aldurs. Aðallega er um ríkjandi arf- gengi að ræða, þótt stundum geti það verið víkjandi eða jafnvel kynbundið. ir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.