Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 39
læknablaðið 29 Patreksfjarðarhérað var veitt Hannesi Finnbogasyni frá 1. nóv. 1955. Hann var settur læknir þar áð- ur og aðrir sóttu ekki. Bolungavíkurhérað. Þar er settur læknir Guðm. Jóhannesson, cand. med. Súðavíkurhérað hefur enginn sótt um ennþá, en settur læknir er þar Ólafur Sveinsson, cand med.. Arneshéraði er nú þjónað frá Hólmavik. Hólmavíkurhérað. Víkingur Arn- órsson lét af embætti þar 1. febr. þ. á. en flutti þaðan til Reykjavík- ur i nóvember siðastl. Siðan hefur Magnús Ásmundsson, cand. med. gegnt embættinu, en Arnbjörn Ól- afsson, sem er eini umsækjandi um héraðið liefur nú fengið setningu sem héraðslæknir. Hvammstangahérað. Þar er Hörð- ur Þorleifsson skipaður héraðs- læknir frá 1. marz. Annar umsækj- andi var Kristján Sigurðsson, lækn- ir. Sauðárkrókshérað var veitt Frið- riki Friðrikssyni frá áramótum og var hann eini umsækjandinn. Kópaskershérað. Erlendur Kon- ráðsson hefur sagt þar af sér emb- ætti og er fluttur til Akureyrar. Eng- inn hefur enn sótt um héraðið, en Þorgils Benediktsson, cand. med. er þar settur læknir frá áramótum. Hafnarhérað. Kjartan Árnason, sem fengið liafði Laugarásshérað, sótti aftur um sitt gamla hérað í Hornafirði og var skipaður þar á ný frá 1. des. síðastl. Laugarásshérað. Um það hefur sótt Jón Hallgrimsson einn og hefur hann verið settur þar héraðslæknir. Embættispróf i læknisfræði veturinn 1956. Hásteinn Brynleifur Steingríms- son, f. á Blönduósi 14. sept. 1929, stúd. 1949. Foreldrar: Steingrímur Davíðsson og Helga Jónsdóttir k. h. Einkunn: I, 172% (12,33). Eiríkur Bjarnason, f. i Bolungavik 13. sept. 1927, stúd. 1947. Foreldrar: Bjarni Eiriksson og Halldóra Bene- diktsdóttir k. h. Einkunn: I. 147% (10,52).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.