Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 7 leggja frumuhópa, sem áður höfðu starfað eðlilega. Sumir vilja útskýra þessa hrörnun sem skort á lífsliæfni (abiotrophia), aðrir hafa sýnt, að ýmis ellieinkenni koma einnig fram sem erfðakvillar í augum og sé því aldurshnign- unin þegar ákveðin i erfða- stofninum. Því fyrr æfinnar, s, em hin „abiotropiska“ hrörn- un kemur fram, þess alvar- legri verða sjúkdómseinkenn- in, og þó sérstaklega hafi fólk ekki náð fullum þroska, eins og t. d. við „amaurotisk idiotia“, þar sem svo mikil rýrnun kem- ur í heilakerfið, að það leiðir til dauða, og hinn sjúklegi meðfæddi erfðastofn er því orðinn dauðavaldur. Undir þessa „homocron“ sjúkdóma heyra viss tegund af star- blindu, arfgeng gláka, arfgeng- ar maculaskemmdir o. fl. Ég hef séð fjögur systkini, sem öll fengu á áttræðisaldri svipaðar maculaskemmdir í augun (degeneratio maculae), svo sjón þeirra eyðilagðist til lestrar, einn hróðirinn hafði lengi verið í Ameríku, en hreytt loflslag og lifnaðarliætt- ir höfðu ekki aftrað því, að sjúkdómurinn kæmi fram eins og á systkinunum, sem lieima voru. Sömuleiðis lief ég séð þrjá gamla bræður, alla með eyðilagðan skarpa blett aug- ans, svipaða eyðingu tauga- vefsins lijá þeim öllum og þeir því orðnir hálfblindir. Leiti maður arfgengis við „homocron" ættgengan sjúk- dóm, sem kemur ekki fram fyrr en m,enn eru orðnir mið- aldra eða gamlir eins og t. d. glákusjúkdómurinn, getur lit- ið út fyrir að ekki sé um arf- gcngan sjúkdóm að ræða, ætl- liður hefur fallið úr við að maður hefur dáið fyrir þann tíma, sem sjúkdómurinn kem- ur venjulega fram, en hefur samt flull sjúkdóminn eða til- hneigingu til hans yfir á af- komendurna, sem fá þá sjúk- dóminn, ef þeir ná nógu háum aldri. Eins og áður er á minnzt um „homocron" arfgenga sjúk- dóma er sá aldur, sem þeir koma fram á undirorpinn stór- um sveiflum, svo oltið getur á nokkrum áratugum, sér maður þetta greinilega við glákusjúk- dóminn. Sömuleiðis getur komið fram við glákusjúk- dóminn, að hann færist fram (anticipatio), það er að segja, að afkomendur fá sjúkdóminn yngri að árum en foreldrarnir. Iljá glákusjúklingum mínum hef ég orðið fremur lítið var við slíka framfærslu sjúk- dómsins. Þó hefur það komið fyrir í örfáum tilfellum, að ég Iief gert við glákusjúkling, sem fékk sjúkdóminn talsvert yngri að árum en foreldrið.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.