Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 15
læknablaðið 5 Sjúkur maður hefur þá formúl- una gg, hefur fengið sjúkan arfstofn frá háðum foreldrum. Af því sést: Báðir foreldrarnir geta verið arfhlendnir Gg, en eru að svipfari heilhrigðir þar sem G er rikjandi yfir g, en hafa erfðastofn þessa sjúk- dóms falinn i sér og flj'tja hann því áfram með sér og eru þess vegna kallaðir sjúkdóms- berar (konduetores). Eignist tveir arfhlendnir sjúkdóms- berar afkvæmi kemur þetta fram: Gg X Gg GG Gg Gg gg 25% 50% 25% Samkvæmt Mendelslögmáli sömu hlutföll og við æxlun tveggja kynblendinga, % af- kvæmanna verður arfhreinn, heilbrigður, GG, % arfblendn- ir, heilbrigðir, Gg og % arf- lireinn, sjúkur, gg. Hlutföll milli sjúkra og heilbrigðra verða 3 :1. Giftist sjúkur mað- ur sjúkdómsarfbera, verður helmingur barnanna veikur, en hinn helmingurinn arf- Jjlendinn arfberi. gg X Gg gg Gg 50% 50% Þessir arfblendnu arfberar geta svo ljorið sjúkdóminn á- fram, sem kemur fram ef þeir liitta á að giftast öðrum, sem svipað er ástatt um en sá möguleiki er fremur lítill, nema þar sem um skyldleika- giftingar er að ræða en þær eru alltaf mjög áhættusamar gagnvart því, að sjúkdómur- inn magnist og komi mikið fram við tvöföldun hinna veiku erfðastofna. Víkjandi kynbundið arfgengi. Við ríkjandi og víkjandi arf- gengi flyzt sjúkdómurinn og kemur fram nokkuð svipað lijá konum og körlum, en til eru sjúkdómar, sem eru bundnir við kvnið. Konur eru arfhrein- ar livað viðvíkur kynerfðum en karlmenn ekki. Þeir arf- stofnar, sem eru i kynlitningn- um, erfast ásamt honum og eru því kynbundnir. Tveir nokkuð algengir sjúkdómar eru bundnir við þennan litn- ing, er það litblinda og dreyra- sýki (hæmophilia). Það kem- ur varla fyrir, að karlmenn séu leyndir sjúkdómsarfberar (lconductores), en það eru kon- urnar, sem flytja sjúkdóminn yfir á synina, hann býr leynd- ur í þeim en kemur svo fram í sonunum, sem flytja hann aft- ur yfir á sínar dætur. Kona getur orðið litblind, ef faðirinn er litblindur og móð- irin leyndur sjúkdómsarfberi eða sjúk. Sem dæmi um kyn- bundið arfgengi ,er þetta lielzt: 1. Sé faðirinn veikur en móðir- in heilbrigð verða allir synirn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.