Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1956, Page 19

Læknablaðið - 01.04.1956, Page 19
L Æ K N A B L A Ð I Ð 9 venjulega nokkuð jafnt fyrir á konum og körlum, oftast þeg- ar fóllc fer að eldast, og hagar sér þvi nokkuð öðruvísi en hjá börnum. Sjúkdómur þessi kemur oflast í bæði augu, ým- ist samtimis eða með nokkurra ára millibili. Þótt hann geti komið fram á ýmsan hált, hag- ar hann sér venjulega svipað í háðum augum. Prímera glák- an er ellisjúkdómur en af- leidda glákan kemur l'yrir lijá fólki á öllum aldri. Hvað veldur glákusjúk- dómnum? Það atriði hefurver- ið mjög mikið rannsakað en er því miður ekki upplýst til fullnustu ennþá. Við prímera gláku hjá fullorðnu fólki er sennilega um að ræða margar samverkandi orsakir jjess, að augnþrýstingurinn fer úr skorðum. Hjá gömlu fólki er um almennt slit likamans að ræða, æðakölkun, truflanir í taugum æðakerfisins og J)ar með truflun í temprun blóð- þrýstingsins, sem hefur aftur áhrif á aðstreymi hlóðsins til augans og aukningu á fram- leiðslu augnvökvans. Þrengsli eða stiflur i frárennslisLeiðsl- um augnvökvans framkalla þrýstingshækkun í augunum, sömuleiðis aukið innihald gler- vökvans, stækkaður ljósbrjót- ur, hvíthimnan orðin harðari og óeftirgefanlegri með aldr- inum o. fl. mismunandi bygg- ing augans hefur sennilega talsverða j)ýðingu gagnvart framköllun sjúkdómsins t. d. fjarsýni (hypermetropia) og j)ar með grunnt framliólf, sér- staklega við bráðagláku (glaucoma acutum), lítil liorn- himna, stór Ijósbrjótur, öflug- ur corpus ciliaris o. fl. I rúm tuttugu ár, sem ég hef stundað augnlækningar hér, hef ég bókfært 1450 gláku- sjúklinga, en J)vi miður hef ég sennilega ekki skrifað alla hjá mér, t. d. gamalt fólk, sem ég hef skoðað úti í bæ eða hitt fyr- ir á bæjum úti á landi, getur hafa tapazt úr tölunni. Hvað veldur því helzt, að sjúkdómur jæssi er svo algeng- ur í landinu? Eru j)að lifnaðar- hættir okkar, höfum við of ein- liæfa fæðu eða of bætiefna- snauða? Ekki er sannað, að slíkt hafi áhrif á augnjjrýsting- inn. Er j)að veðráttan? Loft- raki, hiti og kuldi hafa ekki áhrif á augnjn-ýslinginn. Hin stormasama og oft óblíða veðrátta okkar á sennilega sinn J)átt í því, að hér höfum við mikið af slímhimnubólg- um í augum og fleiri kvillum utan á augunum. Hið mikla skammdegismyrk- ur gæti hugsazt að koma af slað hækkuðum augnþrýstingi, þar sem ljósopið víkkar, lit- himnan dregst saman og J)rengir að frárennslisstöðum augnvökvans, liækkar augn- J)rýstingurinn nokkuð og oft

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.