Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 11 fellum hafa foreldrar eða aðr- ir nákomnir ættingjar dáið ungir eða fyrir þann tíma, sem glákusjúkdómurinn kemur venjulega fram á, svo oft getur litið út fyrir að ekki sé um ætt- gengi að ræða, þótt svo sé. Hér hef ég fundið nokkrar glákuættir, sem hægt er að rekja blindu hjá í marga ætt- liði, t. d. konu fædda 1742 og liennar ættmenn til þ,essa dags með mjög áberandi glákusjúk- dóm. Auðvitað veit maður ekki með vissu, að um glákusjúk- dóm hafi verið að ræða nema í 2—3 ætlliði, en engin ástæða er frekar að halda, að um aðra sjúkdóma hafi verið að ræða. Ég læt fylgja töflu yfir 6 ætt- liði þessarar konu frá 1742. 1 siðasla ættliðnum hefur sjúk- dómurinn aukizt mjög, senni- legt að þar hafi valizt sam- an einstaklingar með tilhneig- ingar til sjúkdómsins. Þeg- ar ég taldi fram blindu- og blindra-orsakir hér á landi 1940 og birti i tímariti Rauða kross íslands 1944, kom i ljós, að 71,1% af blindu fólki hér var blint af glákusjúkdómi, eða yfirgnæfandi meirihluti. Ég hef fengið upplýsingar um nokkra menn úr glákuætt- um hér, sem hafa farið ungir til Ameríku, hafa t. d. búið í Manitoba eða vestur undir Klettafjöllum og liafa sem eldri menn fengið glákusjúk- dóminn og orðið blindir, engu síður en ættmenn þeirra hér heima. Af því getum við ráð- ið, að breytt veðrátta og lifn- aðarhættir varna því eigi, að sjúkdómurinn komi fram og styður það kenninguna um það, að lílt breytist genin. Höfum við fengið þetta í arf frá okkar norsku forfeðrum? Hefur verið um of miklar skyldleikagiftingar að ræða í okkar einangraða landi? Menn vita um arfgenga sjúkdóma, að þeir koma mikið fram ef fólk með sjúkdóminn eða sjúkdóm- inn falinn í sér eignast saman afkvæmi. Kemur þá sjúkdóm- urinn ýmist fram eða afkvæm- ið heldur áfram að vera sjúk- legur arfberi. Vil ég nú athuga nokkru nánar þessa 1450 glákusjúkl- inga, sem ég hef haft til atlmg- unar og meðferðar, sérstaklega gagnvart erfðum. Venjulega er talið að karlar og konur fái sjúkdóminn nokkuð jafnt, konur eru þó víða í meirihluta. Hjá mér er þetta öfugt, karl- menn nær helmingi fleiri en konur eða 954 móti 496 og er það því mjög áberandi. Af þessum 1450 sjúklingum voru 15 með afleidda gláku (glaucoma secundarium), vegna berkla, meiðsla og irido- cjælitis, svo til hinnar prímeru gláku heyra þá 1435 sjúklingar. Við athugun á aldri jjessara sjúkl. kemur í ljós, að fram að 40 ára aldri eru aðeins 8 til-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.