Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 9
LÆKNABLADIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR BJARNASON. Meðritstjórar: ÓLI HJALTESTED (L. f.) og ÓLAFUR GEIRSSON (L. R.) 41. árg. Reykjavík 1957 5. og 6. tbl. " t l'jefur Tlioroddsen, Itrknír F. 8. ágúst 1884. D. 11. marz 1957. Pjetur var fæddur í Þórukoti í Ytri-Njarðvík í Gullbringu- sýslu. Foreldrar hans voru: Þórður Jónas Thoroddsen, lækn- ir og kona hans, Anna Lovísa Pjetursdóttir, Guðjohnsen, org- anleikara í Reykjavík. Eru ætt- ir þeirra svo þjóðkunnar og oft raktar, að ekki er ástæða til að rekja þær hér í þessum fáu minningarorðum. Pjetur tók inntökupróf í Lat- ínuskólann í Reykjavík vorið 1898, las síðan utanskóla fyrsta, fjórða og fimmta bekk. Stúdent varð hann árið 1904. Þá um haustið fór hann til Danmerkur og innritaðist til læknisfræði- náms í Kaupmannahafnarhá- skóla. Dvaldi við þann skóla næsta vetur og lauk prófi í for- spjallsvísindum voiúð 1905. Hvarf hann þá heim og fór í Læknaskólann í Reykjavík um haustið. Þaðan lauk hann prófi þ. 30. júní 1911. Strax að loknu prófi réðist hann staðgöngumaður héraðs- læknisins í Reyðarfjarðarhéraði og dvaldi þar í 3 mánuði eða til septemberloka. Fyrsta október s. á. var hann settur héraðs-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.