Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
77
son, en formaður mætti fyrir
hönd L.l. Fulltrúar félaganna
voru landlækni sammála um, að
notkun deyfilyfja væri orðin í-
skyggilega mikil hér á landi og
strangt eftirlit því aðkallandi.
Nefndarmenn kynntu sér nýja
danska reglugerð um meðferð
deyfilyfja og mátti margt af
henni læra. Nefndin lagði til, að
erindi um deyfilyf yrðu flutt á
læknaþinginu.
Síðasti aðalfundur fól stjórn
L.I. að athuga, hvort heppilegt
væri fyrir lækna að kaupa
ábyrgðartryggingu, eins og
mjög tíðkast erlendis. — Slíka
tryggingu má nú kaupa hjá öll-
um tryggingafélögum. Iðgjöld
geta verið mishá eftir starfs-
grein og greiða verður aukreitis
fyrir sum lækningatæki og að-
stoðarfólk á lækningastofu.
Kunnur tryggingafræðingur
tjáði formanni L.I., að íslenzkir
læknar myndu fyrr eða síðar sjá
sér hag í því að kaupa þessar
tryggingar. Ekki hafa trygg-
ingafélögin viljað lofa iðgjalda-
lækkun, þó að læknafélag beitti
sér fyrir tryggingu meðlima
sinna.
Á síðasta aðalfundi var á-
kveðið að L.I. gerðist aðili að
kjarnfræðinefnd Islands. Var
stjórn félagsins falið að tilnefna
fulltrúa í nefndina. Kristinn
Stefánsson læknir varð fyrir
valinu. L.I. greiðir 500 kr. ár-
gjald.
Á þessu læknaþingi er Dr. R.
D. Lawrence, yfirlæknir við
Kings College Hospital í Lon-
don, gestur félagsins. Dr. Law-
rence er víðkunnur sérfræðing-
ur í sykursýki og hefur um ára-
bil verið formaður í Alþjóðafé-
lagi sykursýkislækna. Þá vill svo
til, að hér er á ferðinni þýzkur
sérfræðingur í ofnæmissjúk-
dómum, próf. René Schubert frá
Tiibingen, og sýndi hann félag-
inu þann mikla velvilja að bjóð-
ast til að halda erindi um
asthma bronchiale.
Danska læknafélagið á 100
ára afmæli seint á þessu sumri.
Verður þar mikið um dýrðir.
Var fulltrúum frá L.I. (ásamt
konum) boðið í afmælið. Það
boð var að sjálfsögðu þegið.
Að gefnu tilefni á undanförn-
um árum vill stjórn L.I. að lok-
um brýna fyrir læknum að
kynna sér vel lög félagsins og
codex ethicus. Er læknum ekki
sæmandi að eiga þátt í eða láta
afskiptalausan áróður í sam-
bandi við stöðu- eða embættis-
veitingar.
Þá er stjórn félagsins kunn-
ugt um, að tryggingastofnunin
telur reikninga héraðslækna til
samlaga úti á landi hroðvirknis-
lega, og kvartað hefur verið um
enn alvarlegri misfellur á sum-
um reikningum. SamninganefncL
héraðslækna hefur undanfarið
unnið ötullega að því, að gjald-
skráin hækkaði með vaxandi
dýrtíð og orðið talsvert ágengt.
Verða læknar að hlíta því sam-