Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 34
86 LÆKNABLAÐIÐ Nú skyldi deyfilyfjanefnd kosin, en ekki þótti ástæða til þess, þar sem von er á nýn*i reglugerð, sem samin verður af heilbrigðisstjórn í samráði við fulltrúa frá L. R. og L. 1. Fulltrúi Læknaféalgs Mið- vesturlands (E.E.) las upp til- lögu frá félaginu til aðalfund- ar L. 1. þess efnis, að stjórnin beiti sér fyrir breytingu á reglu- gerð um lífeyrissjóö ojnnbei'ra starfsmanna þannig, að láns- réttur sjóðsfélaga til húsbygg- inga, annars staðar en þar sem þeir eiga heima, verði bundinn við 15 ára starfsaldur. Var tillagan samþykkt. Þá var rædd aöild L. I. aö B.S.R.B. Var af ýmsum dregin í efa gagnsemi félagsins af bandalaginu, og komu fram raddir um að félagið segði sig úr því. Ákvörðun var ekki tek- in, en eftirfarandi tillaga sam- þykkt: „Fundurinn felur stjórn L. 1 að gera ráðstafanir til þess, að unnt verði fyrir félagið að taka ákvörðun um að segja sig úr B.S.R.B. á næsta aðalfundi, þannig að fullnægt sé ákvæðum 12. gr. laga sambandsins." Fundur var aftur settur hinn 22. júní kl. 9,25. Voru fyrst ræddar launa- greiöslur til staögöngumanna. Kom fram eftirfarandi tillaga frá Eggert Einarssyni, er sam- þykkt var einróma: „Aðalfund- ur L. 1. felur stjórn félagsins, að semja um það við heilbrigðis- stjórnina, að þegar læknar eða kandidatar eru ekki fáanlegir til þess að gegna fyrir héraðs- lækna í lögboðnu orlofi þeirra, þá séu læknastúdentar í síðasta hluta ráðnir til þess með venju- legum launum fjórðungslækna." Þá var gengið til stjómar- kjörs. Formaður var kosinn Kristinn Stefánsson, gjaldkeri Hannes Guðmundsson og ritari Ólafur Geirsson. 1 varastjórn voru kosnir: Val- týr Albertsson, Jón Sigurðsson og Júlíus Sigurjónsson. Kosnir voru tveir menn í gerðardóm: Sigurður Sigurðs- son og Árni Árnason. Til vara: Bjarni Snæbjörnsson og Ólafur Einarsson. Endurskoðendur voru endur- kjörnir: Þórarinn Sveinsson og til vara Karl Sig. Jónasson. Fulltrúar á þing B.S.R.B. voru kosnir: Eggei*t Einarsson, Ólafur Bjarnason og Arinbjörn Kolbeinsson. Til vara: Ólafur Einarsson, Bjarni Konráðsson og Ólafur Geirsson. Meðritstjóri Læknablaðsins (af hálfu L. I.) var kosinn Júlí- us Sigurjónsson. Stjórninni var falið að ákveða næsta fundarstað aðalfundar, og þreifa fyrir sér utan Reykja- víkur. Að lokum þakkaði Júlíus Sig- urjónsson fráfarandi formanni og gjaldkera gott samstarf á undanförnum sex árum, en for- maður svaraði og þakkaði.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.