Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 22
78 LÆKN ABLAÐIÐ komulagi, sem samninganefndir og stjórn félagsins hafa gert fyrir hönd félagsmanna. Ef út af þessu er brugðið, mun eng- inn taka mark á samninga- nefndum félagsins". Að lokinni skýrslu formanns var Páll Kolka kosinn fundar- stjóri. Ritari var kosinn Þorgeir Jónsson og til vara Baldur Jóns- son. Gjaldkeri las upp reikninga félagsins, og voru þeir sam- þykktir samhljóða. Dr. Jón Sigurðsson flutti skýrslu nefndar, sem rætt hafði við heilbrigðismálaráðherra, eins og eftirfarandi bréf skýrir: „Á aðalfundi Læknafélags Is- lands í ágúst s.l. vorum við und- irritaðir kjörnir til að ræða við heilbrigðisstjórn landsins um hinn alvarlega skort, sem hér er á sjúkrarúmum fyrir geðveika, fávita og flogaveika og enn- frerhur um þörfina á fjölgun hjúkrunarkvenna. 1 framhaldi af viðræðum við yður, hæstvirti heilbrigðismála- ráðherra, 'hinn 30. f. m. skulu hér tilfærðar nokkrar tölur, er við þá rökstuddum mál okkar með. Fyrir fjórum árum var látið fram fara hérlendis e.k. mann- tal á geð- og taugasjúklingum, sem voru undir læknishendi á ákveðnum degi, og var athugun- in miðuð við 15. marz. Svör bár- ust frá 84 læknum í Reykjavík og úr 31 héraði utan Reykjavík- ur um samtals 1507 sjúklinga. Konur voru 827, en karlar 680. Af þessum 1507 sjúklingum voru 535 í sjúkrahúsum eða ein- hvers konar hælum, en vitað er, að sjúkrarúm vantaði þennan dag fyrir 162 í viðbót, 88 konur og 94 karla. Um sjúkrarúma- þörf 63 sjúklinga var ekki vitað með vissu, og upplýsingar vant- aði úr 20 héruðum. Samkvæmt upplýsingum dr. Helga Tómassonar, yfirlæknis, veikjast hér á ári af geðsjúk- dómum um 200 manns, sem raunverulega þyrftu meðferðar við á geðveikraspítala, auk þeirra, sem geta verið á almenn- um sjúkrahúsum eða heimilum. Af þessum 200 komast um 50 ekki á Kleppsspítaiann. Að dómi dr. Helga Tómassonar þarf um 450 rúm fyrir geðveika hér á landi, miðað við núverandi þjóð- félagslegar aðstæður. Nú eru 300 sjúklingar á Kleppsspítal- anum, og vitað er um 140 sjúk- linga, sem rúm vantar fyrir. Talið er að 300—400 floga- veikir sjúklingar séu á öllu land- inu og að til meðferðar á þeim þurfi 20—25 sjúkrarúm. Ættu þessir sjúklingar að vistast á sérstakri deild í geðveikraspít- ala eða í námunda við hann. Svo sem kunnugut er, er þess- um sjúklingum hvergi ætlað rúm í sjúkrahúsum eða á hæl- um hér á landi, og má þó mik-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.