Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 40
92 LÆKNABLAÐIÐ því hagað þannig, að 1 millivolt svarar til 10 mm á línuritinu. P-takkinn. P-takkinn svarar til afhleðslu (depolarization) framhólfanna. Afhleðslan byrjar fyrr í hægra framhólfi. Fyrsti hluti P-takk- 6. mynd. Myndin sýnir takka og bil hjartaritsins. ans svarar því til afhleðslu í því hjartahólfi, en seinni hluti P- takkans til vinstra framhólfs. P-takkarnir eru mismunandi að stærð og stefnu í hinum ýmsu leiðslum, og fer það eftir því, hvernig elektróðurnar vita við stefnu rafkraftsins í framhólf- unum, en hann stefnir í áttina frá sinushnútnum að a-v hnútn- um. P-takkinn í leiðslu aVR (hægri öxl) verður því jafnan negatív- ur, því að straumstefnan veit burtu frá þeirri elektróðu. Hins- vegar eru p-takkamir í aVL (vinstri öxl) og aVF (vinstri mjöðm) venjulega pósitívir og jafnan stærstir í aVF, sem oft- ast er sem næst beint í straum- stefnunni. P-takkinn er undir 3 mm að stærð í standard útlima- leiðslum og undir 2,5 mm í ein- pólaleiðslunum. P-takkinn er að jafnaði 0,06 til 0,11 sekúndur á lengd, venju- lega 0,09 sekúndur. Fyrir kemur þó, að P-takki nái 0,12 sek. í ungu, heilbrigðu fólki. P-takkinn má vera dálítið ó- sléttur, sé hann innan framan- greindra stærðarmarka. Séu P-takkarnir háir eða breiðir, er það merki um hypertrofi eða dilatation á framhólfunum, svo sem sést við stenosis mitralis, defectus septi inter atriorum og cor pulmonale. P-Q eða P-R bilið er mælt frá byrjun P-takkans til byrjunar Q-takkans eða R-takkans,ef eng- inn Q-takki ritast. Þetta bil svar- ar til þess tíma, sem straumur- inn er á leið sinni eftir His bandi og gegnum a-v-hnútinn. 1 fullorðnum er P-R bilið venju- lega milli 0,12 og 0,20 sek., en getur orðið 0,22 sek. eða jafn- vel lengra í einstaka tilfellum. P-R bilið hefur tilhneigingu til að lengjast eftir aldri manna. 1 börnum verður það ekki yfir 0,16 sek. P-R bilið má ekki vera styttra en 0,1 sek. Styttra P-R bil sést við nodal rythma og Wolf-Parkinson-White syndrom. Lenging á P-R bili sést við ýmsa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.