Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 20
76 LÆKNABL AÐIÐ ið lækningaleyfi. Til þess að slík bið endui’taki sig ekki, þurfa kandidatar, sem eins stendur á fyrir, að tilkynna landlækni og stjórn L.f. heimkomu sína og ósk um vikariöt með nægum fyrirvara. 1 byrjun nóv. s.'l. óskaði land- læknir umsagnar félagsins á fyr- irhuguðum breytingum á lögum nr. U7/1932 (um lækningaleyfi) og fyrirhuguðum breytingum á læknaskipunarlögunum, nr. 16/ 1955. Breytingar þessar vörðuðu einkum gjaldskrár lækna. Til- lögur landlæknis voru fjölritað- ar og sendar héraðslæknum, for- mönnum svæðafélaga og samn- inganefndum félagsins. Athuga- semdir bárust víða að og þóttu sum atriði uppkastsins sérstak- lega varhugaverð. Stjórn félags- ins ritaði því næst landlækni og benti á agnúa þá, sem læknum þótti vera á uppkastinu. Var lagt til, að fresta frumvarpinu, svo að læknaþingi gæfist kost- ur á að ræða það. Á það gat landlæknir ekki fallizt, en tók hins vegar til greina flestar eða allar athugasemdir L.l. Sú breyting varð 1. jan. s.l. á kjörum starfandi lækna á 1. verðlagssvæði, að sjúklingum var gert að greiða kr. 5,00 fyrir viðtal og kr. 10,00 fyrir vitjun, og lækkaði þá fastagjaldið um 14%. Samningur þessi skyldi gilda til maíloka og hefur nú verið gerður nýr samningur. — Nokkrar kjarabætur fengust með nýja samningnum, en marg- ir telja þó, að enn beri læknar skarðan hlut frá borði. Hefur kostnaður við læknastarfsemi aukizt mun meira en forráða- menn trygginganna vilja viður- kenna við samningaborðið. Telja sumir líklegt, að með skipun gerðardóms hefði hlutur lækna sízt orðið óríflegri. Tryggingastofnun ríkisins mun það allmikið kappsmál að samið sé um fastagjald við sem flesta héraðslækna í kauptún- um, og liggja til þess ástæður, sem ekki verða raktar hér. Þeim, sem um fastagjald semja, er boðin nokkur aukagreiðsla frá samlagi og sjúklingi fyrir nætur og helgidagavinnu. Síðasti aðalfundur fól stjórn félagsins að afla upplýsinga um greiöslur til staögöngumanna héraöslækna. Fáir héraðslæknar svöruðu fyrirspurn stjórnarinn- ar um þetta efni. Af þeim gögn- um, sem fyrir liggja, má þó sjá, að sumir staðgöngumenn hafa verið sanngjarnir í kröfum sín- um, en aðrir spenna bogann býsna hátt. Er eðlilegast að að- alfundur feli nefnd héraðslækna að yfirlíta þau gögn, sem borizt hafa. Síðastliðið sumar barst beiðni frá land'lækni um að L.R. og L.l. tilnefndu hvor sinn fulltrúa heilbrigðisstjórninni til aðstoðar við samningu nýrrar reglugerð- ar um meðferö deyfilyfja. L.R. tilnefndi dr. Óskar Þ. Þórðar-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.