Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 95 ástand hjartavöðvans og er mik- ilsvert, en jafnframt vanmetið atriði í túlkun hjartarita. S-T-bilið lengist við hægari hjartslátt, einnig við hypocalc- aemi. T-takkinn. T-takkinn svarar til endur- hleðslu (repolarization) aftur- hólfanna, sem á sér stað seint í systolu. T-takkinn getur verið ýmist pósitívur, negatívur eða difasiskur í leiðslum frá hægri hjartahelming. Nokkur munur er þó á þessu eftir aldri. Þannig er T venjulega negatívt í V1; V2 og V3 í börnum, en pósitívt í fullorðnu fólki, Vx er þó oft negatívt í fullorðnum. Fyrir kemur einnig að TV2 er nega- tívt í fullorðnu fólki, en það er algengt í unglingum- 1 leiðslum frá vinstri ventri- culus er T-takkinn pósitívur. Hann er því pósitívur í vinstri brjóstleiðslum, V4—V(i. Eftir því sem lengra dregur til vinstri verða T-takkarnir lægri og flat- ari og í bakleiðslum vinstra megin geta þeir jafnvel orðið negatívir. 1 aVL er hann venju- lega pósitívur, allt að 4 mm., en getur orðið negatívur 1—2 mm., allt eftir legu hjartans. T-takk- inn er oftast pósitívur í aVF, allt að 5 mm, en getur orðið negatívur um 1 mm. 1 1. og 2. leiðslu (standard) er T-takkinn normalt pósitívur, venjulega 2 —3 mm, en ýmist pósitívur eða negatívur i 3. leiðslu. Negatívur T-takki í 1. og 2. leiðslu eða vinstri brjóstleiðslum, vekur jafnan grun um hjartasjúkdóm. Því er áríðandi að hafa í huga, að í framangreindum leiðslum getur T-takki orðið negatívur fyrir ýmis konar áhrif, er valda breytingum á fysisku ástandi hjartans. Má þar til nefna mikl- ar geðshræringar, reykingar, hyperventilation, digitalisáhrif, elektrolytatruflanir ýmsar, beri- beri, hyperthyreoidismus og myxoedema. Af þessu má vera ljóst, að oft verður erfitt og jafnvel ókleyft að meta og dæma rétt T-breyt- ingar, rýrir það talsvert gildi hjartaritsins og gerir ætíð nauð- synlegt að styðjast, svo sem kostur er, við hina almennu sjúkdómsmynd. Q-T biliið. Q-T bilið svarar til hinnar el- ektrisku systolu afturhólfanna og nær því bæði yfir hleðslu og endurhleðslu þeirra. Það mælist frá byrjun QRS til loka T-takk- ans. Gæta verður þess að mæla Q-T í leiðslu, þar sem framan- greind takmörk eru glögg. Fyrir kemur, að ekki er hægt að á- kvarða lengd Q-T, t. d. þegar T og P takkamir renna saman, en það kemur fyrir við mikla tackycardi. Oft er erfitt að á- kvarða Q-T, ef T-takkarnir eru lágir eða ógi-einilegir. Við grein- rof og við sumar hjartsláttar-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.