Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 85 verða mun enn tilfinnanlegri, er til starfa taka sjúkrahús þau, sem nú eru í smíðum. Um það mál gerði fundurinn eftirfar- andi samþykkt: „Aðalfundur L. 1., haldinn í Reykjavík dagana 19.—22. júní 1957, leggur meg- ináherzlu á, að lokið verði hið allra bráðasta byggingu Hjúkr- unarskóla Islands. Eins og öll- um er kunnugt, sem eitthvað þekkja til þessarra mála, er nú þegar hinn mesti skortur á hjúkrunarliði í landinu, og horf- ir til fullkominna vandræða, þegar sjúkrahús þau, sem nú eru í byggingu, verða tekin í notkun. En stækkun sú, sem orð- in er á hjúkrunarkvennaskólan- um, fullnægir ekki einu sinni núverandi þörfum. Enda þótt lokið verði tafarlaust fyrirhug- aðri byggingu hjúkrunarskól- ans, telur fundurinn frekari að- gerða þörf í þessum málum, og kæmi þar meðal annars til greina stofnun annars eða ann- arra hjúkrunarskóla." F ormaðu r samninganefndar héraðslækna skýrði frá viðræð- um við Tryggingastofnun ríkis- ins um taxtamál o. fl., og sagði frá nokkrum breytingum, sem tillögur voru gerðar um, þar á meðal stytting dagvinnutíma og aukagreiðslu sjúklinga til lækna á helgum dögum og um nætur. Talaði um gagnrýni Trygginga- stofnunar á reikningsfærslu héraðslækna. Las hann upp bréf frá Tr.st., þar sem óskað er, að mál þetta verði lagt fyrir aðal- fund L. I. Samninganefnd lagði til, að skipuð yrði nefnd tveggja hér- aðslælcna, til þess að vinna að lausn þessa máls í samráði við Tryggingastofnun ríkisins. Til- lagan var samþykkt samhljóða, og Ólafur Björnsson og Torfi Bjarnason kosnir í nefndina. Kosin var þar næst föst samn- inganefnd héraðslækna, og end- urkosnir þeir Ragnar Ásgeirs- son, Eggert Einarsson og Bragi Ólafsson. Fulltrúi Læknafélags Vest- fjarða flutti skýrslu frá aðal- fundi félagsins þetta ár, og las ályktanir fundarins um athuga- semdir Tryggingastofnunar við reikningsútfærzlu héraðslækna. Formaður nefndar um bætt samstraf almennra lækna, sér- fræðinga og spítalalækna, gaf skýrslu um störf nefndarinnar, og las upp eftirfarandi nefndar- álit: Nefndin telur æskilegt, að heimilislæknar, sem senda sjúk- linga til sérfræðings, láti fylgja þeim greinargerð, svo sem um gang sjúkdómsins, ósk um sér- stakar rannsóknir eða því um líkt, og viðkomandi sérfræðing- ur sendi skriflega niðurstöðu af rannsóknum sínum og tillögur um meðferð. Var álit þetta einróma sam- þykkt. Bergsveinn Ólafsson ósk- aði eftir því, að nefndin léti birta þessa samþykkt í Lækna- blaðinu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.