Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1957, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.09.1957, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 67 leyti lutu í lægra haldi í lífinu. Og þeir, sem áttu því láni að fagna, að njóta vináttu hans og kynnast honum til hlítar, bland- aðist ekki hugur um það, að þar fór góður drengur með göfugt hjarta. Læknismennt sinni hélt Pjetur óvenju vel við og reyndi eftir beztu föngum að fylgjast með öllum nýjungum í fræðigrein sinni. Og læknisstörfin stund- aði hann með alúð og hjálpfýsi, af áhuga fyrir líknarstarfinu og því að láta gott af sér leiða, án þess að hugsa nokkuð um fjár- hagslega umbun fyrir. Slíkt lét hann sér í léttu rúmi liggja. Helzta hugðarefni Pjeturs var tónlistin, eins og hann átti ætt til. Hann lék mæta vel á slag- hörpu og sótti flestar söng- skemmtanir, er hann átti kost á. En hann var vandlátur og gagn- rýninn og leið beinlínis illa og var í slæmu skapi, ef honum fannst tónsmíði eða sönglagi misboðið í meðferð. Tólfta júlí 1913 kvæntist hann Friðrikku Valdimars- dóttur Davíðssonar, kaupmanns, hinni glæsilegustu konu. Fóru þau vel saman að glæsileik og vöktu eftirtekt á mannamótum og samkvæmum, af þeim ástæð- um, enda prýði hvers hóps, sem þau sáust í, og það svo af bar. Hjónaband þeirra var óvenju ástúðlegt og hefi ég aldrei þekkt samrímdari hjón. Virtust þau hvort öðru svo ómissandi, að þau mættu helzt aldrei hvort af öðru sjá og gætu hvorugt án annars lifað stundinni lengur, og hélzt það alveg fram í andlát hennar. En hún andaðist þann 15. febr. 1954 eftir langvinnan sjúkdóm og erfiðar legur. Veik- indi hennar voru mikil þrekraun fyrir Pjetur, sem vissi að hverju fór, en mátti ekki láta á bera, og við andlát hennar var honum öllum lokið. Hann var svo rót- arslitinn og einmana, að hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gera og fannst líf sitt alger- lega tilgangslaust orðið, sem og líka var, enda lét hann þá af læknisstörfum og fluttist frá Keflavík. Veikindum sínum tók Pjetur með fullkominni ró og karl- mennsku, þó hann vissi að hann væri banvænn. Og aldrei heyrð- ist frá honum æðruorð. Hann hafði jafnan gamanyrði á vör- unum, er ég heimsótti hann og jafnvel eftir að hann varð mál- laus skrifaði hann spaugsyrði meðan ég dvaldi hjá honum og talaði við hann, enda gæti ég bezt trúað því, að hann hafi hlakkað til breytingarinnar. — Hann dó „saddur lífdaga". Með Pjetri er horfinn úr læknastéttinni góður drengur, göfugmenni,prúðmenni og höfð- ingi í lund. Þeir, sem þekktu hann bezt, sakna hans mest og mér sjálfum finnst mjög áber- andi hið auða sæti hans á bekk samferðamanna minna. M. P.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.