Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ
89
(vector) á hverjum tíma, leiðslu-
hæfni líkamans og fjarlægð el-
ektróðunnar frá hjartanu.
Ef gert er ráð fyrir jafnri
leiðsluhæfni líkamans, sem
reynzt hefur nærri lagi, þá er
lokarafkrafturinn, sem verkar á
elektróðuna fyrst og fremst háð-
ur upphaflega rafkrafti hjart-
ans- Hann er margfeldi af cosin-
us hornsins, sem hann myndar
við elektróðuna og deili af fjar-
lægðinni 1 öðru veldi frá upp-
tökum rafkraftsins til elektróð-
unnar. Með öðrum orðum, eftir
því sem elektróðan er nær hjart-
anu og rafkrafturinn veit meir
í áttina að elektróðunni, því
stærra pósitívt útslag kemur
fram í hjartaritinu. Ef raf-
krafturinn stefnir frá elektróð-
unni, ritast negatívt útslag.
Sé straumstefnan hornnrétt á
elektróðuna, ritast ekkert útslag
í hjartaritinu.
Af þessu má vera ljóst, hversu
nauðsynlegt er að taka margar
leiðslur, ekki einungis útlima-
leiðslur en einnig brjóstleiðslur
frá svo mörgum stöðum, að á-
hrifa rafkraftanna gæti í fleiri
plönum. 1 flestum tilfellum er
3. mynd. Myndin sýnir útlit einpóla
talið nægilegt að taka 6 brjóst-
leiðslur, allt frá hægri sternal-
rönd að vinstri mið-axillarlínu.
Leiðslur þessar eru kenndar við
Wilson, sem mest og bezt hefur
rannsakað gildi þeirra. Leiðsla
Vj er tekin með elektróðu yfir
4. rifjabili við hægri stemal-
rönd. V2 ertekin frá 4. rifjabili
við vinstri sternalrönd. V3 mitt
á milli V2 og V4. V4 er tekin
irá svæðinu yfir apex cordis,
venjulega yfir 5. rifjabili í me-
dioklavikularlínu. Vr> , fremri
axillarlínu í hæð við V4. 1 leiðsl-
um Vi—V3 gætir venjulega
mestra áhrifa frá hægra helm-
ingi hjarta og mætti því nefna
þær hægri leiðslur. I V5 — Vc
gætir hinsvegar mestra áhrifa
frá vinstra hjartahelmingi og
mætti nefna vinstri leiðslur. V4
verður ýmist fyrir mestum á-
hrifum frá hægri eða vinstri
hjartahelmingi, eftir legu hjart-
ans. Stundum gefa framan-
greindar 6 leiðslur ekki nægileg-
ar upplýsingar, eru þá teknar
aukaleiðslur lengra til hægri eða
vinstri, eftir því sem við á,
þannig sjást stundum merki um
stækkun á hægri hjartahelming
R
S
V 4 V 5 V6
brjóstleiðslanna 6. (Eftir Wolff),