Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 10
66 LÆIÍNABLAÐIÐ læknir í Rangárhéraði. Var þar eitt ár, en fór þá til Danmerk- ur, svo sem þá var skylt, og dvaldi í Kaupmannahöfn á Fæð- ingardeild og sjúkrahúsum fram í júní 1913, að hann hélt heim aftur, enda hafði hann fengið veitingu fyrir hinu nýlega stofn- aða Norðfjarðarhéraði frá 1. júlí þess árs að telja. Flutti hann austur um sumarið og var héraðsbúum mikill aufúsugest- ur eins og geta má nærri, sem fyrsti læknir héraðsins. Starf- aði hann þar síðan, unz hann sagði embættinu lausu og var veitt lausn 8. júlí 1947. Á þeim tíma hafði hann þó verið tvisv- ar fjarverandi svo teljandi sé. Fyrst fékk hann fjarvistarleyfi frá embættinu um eitt ár eða frá október 1919 til okt. 1920. Gegndi hann þá fyrst læknis- störfum í Reykjavík fram til maí 1920, fyrir föður sinn, er farið hafði til útlanda. En 1. maí 1920 var hann settur lækn- ir í Borgarfj arðarhéraði um 4 mánaða skeið, en hvarf sVo aft- ur til síns héraðs í okt. Þá fór hann og til útlanda einu sinni og dvaldi þá við sjúki’ahús í Kaupmannahöfn til framhalds- menntunar frá því í okt. 1930 þangað til í febrúar 1931. Þegar hann hafði látið af embætti fluttist hann til æsku- stöðva sinna, en þangað hafði hann lengi þráð að komast, og settist að sem starfandi læknir í Keflavík, og starfaði þar síðan fram á árið 1954, en hætti þá læknisstörfum og fluttist á burtu. Eftir það dvaldi hann lengst af á sjúki-ahúsi og hjúkr- unarheimilum til æfiloka. Pjetur starfaði nokkuð að hér- aðsmálum meðan hann dvaldi eystra. Var t. d. hreppsnefnd- ai’maður frá 1914—1919 og í skólanefnd þar, sama tíma. 1 sáttanefnd átti hann sæti eftir 1926. Pjetur Thoroddsen var með- almaður á hæð, karlmannlega vaxinn, enda karlmenni að burð- um. Hann var manna fríðastur og fágað glæsimenni í allri framkomu. Þekki ég fáa menn, sem tekið hafa honum fram um alla snyrtimennsku og hátt- prýði, né fylgdu gömlum og góð- um mannasiðum og kurteisis- venjum. Mátti sjá, að honum var höfðingsmennskan í blóð borin. Hann kunni því illa ýmsu nýtízku siðleysi og átti t. d. erf- itt með að þola að vera, að fyrra bragði, þúaður af ókunnugum, einkum óbreyttu starfsfólki á sjúkrahúsum og opinberum stofnunum, sem frekar öðrum ætti að vera alið upp í almenn- um kurteisis-siðum. Enda er fleirum, ekki sízt eldri mönnum, svo farið. Ekki má þetta skilj- ast svo, að hann væri neinn stór- bokki til orðs né æðis, því hann var hið mesta ljúfmenni, sem ekkert aumt mátti sjá, hjarta- góður og viðmótsþýður, ekki sízt við þá, sem að einhverju

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.