Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 69 hægra megin. Eftir nokkurn tíma versnaði höfuðverkurinn, sömuleiðis versnaði sjón á báð- um augum, einkum hægra auga, svo að sjúkl. er flutt yfir í lyf- læknisdeild Landspítalans til athugunar vegna tumor intra- cranialis. Rannsóknir gerðar í lyflæknisdeildinni sýndu: Rtg. mynd af sinusum, cor og pulm. eðlil. Tensio 140/85, sökk 12, Hb. 98%, rauð blk. 4.04, hv. blk. 4850. Diff.: 6 staf., 48 segm., 1 eos., 45 lymf. Blóðurea 30 mg%. Kalium 5.5 m Ec/1. Natrium 151, cholest. 279 mg%, calcium í blóði 8 mg%. Mc Leanspróf 1800. Þvagr. APS-K Neurologisk skoðun negativ. Gagnvart augnsjúkdómum í ættinni upplýsir sjúkl.: Móður- amma blind á efri árum, sömu- leiðis móðurafi lengi blindur. Um orsakir er ekki vitað. Ná- skyld kona í Ameríku var ný- lega opereruð á öðru auga vegna æðaæxlis í auganu, ekki ósenni- legt að um angiomatosis hafi verið að ræða. Augnarannsókn, sjón á hægra auga: Sjúkl. getur talið fingur fyrir framan augað, vinstra auga 5/6—5/5 án gleraugna. Augnlok eðlileg. Að utan er augað eðlilegt að sjá, augn- hreyfingar eðlilegar. Ljósop kringlótt, jöfn, svara ljósi og konvergens. Lithimna og auga- steinn eðlil. Fundus, hægra auga: Dálítið grugg í gler- vökva, papillutakmörk eðlileg. Slagæðin og bláæðin, sem liggja tempoi’alt upp, eru mjög mikið útvíkkaðar (3—4 víðari en venjul.) og hlykkjóttar, sér- staklega bláæðin og er svo allt út í útjaðar sjónhimnunnar. Á einstaka stað sjást eins og þrengsli í æðunum. Líta þær út eins og perluband, sést það meira í slagæðinni en í bláæð- inni. Aðrar æðar augnbotnsins eru heldur meira útvíkkaðar en venjul. er. Ofan við papilluna sjást gulhvítar, fremur fíngerð- ar, grysjaðar skellur, exsudöt, og í maculasvæðinu sést mjög áberandi, gulhvítt exsudat, stjörnumynd. Meðfram hinum útvíkkuðu æðum temporalt og einkum úti í periferiunni, sést, að æðarnar eru umluktar hvít- um vef, sem ber nokkru hærra en annað yfirborð augnbotns- ins. I þessum hvíta vef sést í út- jaðri sjónhimnunnar, að bláæð- in og slagæðin með 2—3 grein- um sameinast í grárauðum, hnútóttum hnykli á stærð við 1—2 papillubreiddir, talsvert upphækkaður, greinist bezt með 6 dioptr. við augnspeglun. Ein- stöku fíngerð blæðing sést, einkum meðfram neðstu slag- æðargreininni. Æðarnar hálf- hverfa á einstöku stað í þessu exsudati. — Að neðan og nasalt er augnbotninn eðlilegur. Á vinstra auga sjást svipað- ar breytingar og á hægra auga, en þó ekki eins áberandi. Æðai-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.