Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 31
LÆKN ABLAÐIÐ 83 Sigurjónssyni og Guðmundi K. Péturssyni: „Aðalfundur L. I. 1957 veitir stjórn félagsins heimild til þess að verja allt að kr. 3000,00 til skrifstofuhalds á næsta reikn- ingsári, 1957—1958.“ Þá var samþykkt samhljóða tillaga frá Arinbirni Kolbeins- syni og Bergsveini Ólafssyni, „.... að árgjald L. I. verði hækkað úr kr. 300.00 í kr. 400.00 fyrir næsta reikningsár, 1957— 1958“. Hinn 21. júní var fundi hald- ið áfram á sama stað, og settur kl. 9,45. Formaður skýrði frá gjöf, að upphæð kr. 10.000, er ónefndur maður afhenti honum, sem heiS- ursgjöf til L. /., sem vott virð- ingar og velvilja í garð íslenzkra lækna. Bað fundarmenn bera fram tillögu um það, hvernig fé þessu væri bezt varið og varð- veitt, en gefandinn hafði sett það skilyrði, að núv. formaður, Valtýr Albertsson, væri sam- þykkur ráðstöfun fjárins. Eftir nokkrar umræður var eftirfai'- andi tillaga borin fram af Valtý Albertssyni og Bergsveini Ól- afssyni „Aðalfundur L. L, 19.— 22. júní 1957, þakkar ónefndum gefanda 10.000 kr. gjöf, og þá velvild og rausn í garð lækna, er hún sýnir. Féð skal ávaxtað sem tryggilegast og síðan varið til híbýlaprýði í væntanlegu læknahúsi í Reykjavík (Domus medica).“ Tillagan var einróma samþykkt. Næst var tekin fyrir skipun fastanefnda......Bar formað- ur fram þá tillögu, að húsbygg- ingarnefnd sæti óbreytt áfram, og var það samþykkt einróma. Nefnd til varðveizlu þagnar- skyldu skilaði áliti. (Sbr. fram- sögu Júl. Sigurj. á læknaþingi þ. 20/6.). Tillögur nefndarinn- ar voru í stuttu máli þessar: 1) Vottorð verði almennt gerð einfaldari. 2) Læknar einir fjalli um vott- orðin (en ekki leikmenn). 3) Beiðni um sjúkrahúsvist fari beint til lækna sjúkra- hússins (en ekki á almenna skrifstofu spítalanna). 4) Þar sem ekki eru trúnaðar- læknar, verði aðeins gefnar upplýsingar almenns eðlis, en ekki sjúkdómsgreining né greinargerð. 5) Á fylgiblöðum til rann- sóknastofnana sé ekki getið nafns sjúldings (nóg að skrá fangamark og til- greina kyn, fæðingardag og ár, auk sjúkraskrárnúm- ers). Auk þess var samþykkt svo- hljóðandi tillaga frá nefndar- mönnum (Guðm. K. Péturssyni, Ólafi Geirssyni og Júlíusi Sig- urjónssyni): „Með skírskotun til samþykktar W.M.A. á árs- þingi 1954 (sbr. Læknabl. 1. tbl. 39. árg.) um þagnarskyldu lækna, og með tilvísun til álits

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.