Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 24
80 LÆKN ABLAÐIÐ ingar verður þó fyrst vart eftir 3 ár. Aukningin nemur því á ári aðeins 6—7 hjúkrunarkonum fi'á því, sem verið hefur, og það mun vera óhagganleg stað- reynd, að 1/3—% þessara ungu stúlkna gifta sig um það leyti eða skömmu eftir að þær út- skrifast. Hjúkrunarkvennaskólinn hef- ur hingað til ekki getað annað þörfinni, miðað við þann sjúkra- rúmafjölda, sem fyrir er í land- inu, og fjölgun hjúkrunar- kvenna vegna hins nýja skóla er á engan hátt sambærileg við þá aukningu á sjúkrarúmum, sem væntanleg er á næstu ár- um og þegar er í undirbúningi. Ef bæta á ástandið í þessum málum frá því sem nú er, og jafnvel koma í veg fyrir að það versni, þarf að halda áfram byggingu Hjúkrunarkvenna- skólans sleitulaust, unz hún er fullbyggð. Fengjust þá um 30 heimavistarpláss í viðbót við þau, sem nú eru, og færi vel, ef það nægði til að halda í horf- inu, þegar sjúkrahúsmálin eru komin í viðunandi horf. En frekari aðgerða er þörf, og treystum við því, að vænt- anleg þingskipuð nefnd, sem mun fjalla um þetta mál, finni leiðir, sem að fullu gagni koma. Reykjavík, 28. febr. 1957. Virðingarfyllst Jón Sigurðsson (sign). Öskar Þ. Þórðarson (sign). Heilbrigðismálaráðherra herra Hannibal Valdimarsson, Reykjavík. Alllangar umræður spunnust um hjúkrunarkvennaskortinn og sjúkrahúsmál. Tóku þátt í þeim Guðmundur Karl Pétursson, Páll Kolka, Helgi Tómasson og Sigurður Sigurðsson. Að lokn- um umi-æðum var samþykkt að taka hjúkrunarskólamálið inn á dagskrá aðalfundar L. I. Að kvöldi þ. 19/6. flutti Dr. R. D. Lawrence erindi um dia- betes og nýjungar í diabetes- meðferð. Til máls tóku: Valtýr Alberts- son, dr. med. Björn Sigurðsson, dr. med. Óskar Þórðarson, próf. dr. med. Sigurður Samúelsson og próf. R. Schubert frá Tú- bingen, en dr. Lawrence svar- aði fyrirspurnum. Fundur var aftur settur 20. júní kl. 16,30. Fyrsta mál var skýrsla hús- byggingarnefndar, er Bjarni Bjarnason flutti. Sýndi hann uppdrátt af domus medica og líkan er sýndi staðsetningu þess. Taldi hann árangur af starfi nefndarinnar minni en við var búizt, enda ýmsir erfiðleikar orðið á vegi hennar. Rakti þar næst forsendur fyrir bygging- unni og skýrði nauðsyn hennar. Skýrði frá eftirsókn ýmissa að- ila að byggja neðsta hluta húss-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.