Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 42
94 LÆKN ABLAÐIÐ Veggsveifla hjartaritsins (Intrinsicoid Deflection). Bilið frá byrjun QRS að toppi R-takkans mætti nefna vegg- sveiflu og er venjulega 0,02 sek. Það verður hjáheilbrigðummest 0,03 sek. í hægri brjóstleiðslum (Vi og V2). Er venjulega 0,03 —0,04 sek. í vinstri brjóstleiðsl- um, en getur þar orðið allt að 0,05 sek. Lengdin á þessu bili fer eftir veggþykkt hjartans undir elektróðunni. Er því lengra yfir vinstri hjartahelm- ing, sem er vöðvameiri. Lenging á þessu bili á sér stað við hyper- trofi á viðkomandi ventriculus og er því mikilsvert atriði við greiningu hjartasjúkdóma. RS-T-biliö. RS-T eða S-T er bilið milli QRS og T-takkans. Þetta bil svarar til þess, er afhleðslu aft- urhólfanna er lokið og endur- hleðsla (repolarization) hefur ekki enn byrjað. Það er með öðrum orðum elektriskt hlé og því ekkert útslag í hjai'ta- ritinu. Þetta bil er því jafnan isoelektriskt og því í sömu hæð, eða horizontalplani og næsta T- P bil. Meiriháttar undantekningar eru þó frá þessu, því S-T-bilið getur vikið talsvert frá isoelek- trisku línunni hjá heilbrigðum. Þannig getur það verið hækkað allt að 3 mm í brjóstleiðslum með háum T-tökkum, venjulega í V2—V4.1 slíkum leiðslum get- ur 0,5 mm lækkun hinsvegar verið pathologisk og meira en 1 mm lækkun er pathologisk í brjóstleiðslunum. Við mat á S-T bili verður að hafa í huga falska lækkun á bili þessu (pseudo depression), sem stafar af því, að rétt iso- elektrisk lína (T-P), er ekki skráð. Þetta kemur fyrir við tachycardi, vegna þess að P- takkinn byrjar áður en T-takk- anum lílcur. Einnig getur áber- andi T-P-takki, þ.e- T-takki, sem svarar til endurhleðslu fram- hólfanna, valdið samskonar fyr- irbæri. 1 þessum tilfellum er betra að miða S-T-bilið við P-R en T-P. Við mat á S-T bilinu er einn- ig áríðandi að taka tillit til forms þess. Eðlilegt S-T-bil myndar bogadregna línu, íbjúga upp á við, sem gengur með vax- andi sveigju yfir í pósitívan T- takka. Þetta form helzt, þegar um falska lækkun á S-T er að ræða. 1 þeim leiðslum þar sem T-takkinn er normalt negatívur, svo sem aVR, þá snýst þetta al- veg við og S-T bilið verður á- vallt (convex) upp á við. Við lækkun á S-T af völdum suben- docardial ischemi og fleiri sjúk- legra breytinga, breytist form þess þannig, að það verður beint eða jafnvel sveigist í öfuga átt við það sem áður er lýst. Þessi formbreyting ein, án nokkurrar lækkunar á S-T, getur verið fyrsta vísbending um sjúklegt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.