Læknablaðið - 01.09.1957, Side 12
88
LÆKNABLAÐIÐ
Sóiðtián s,
ueinóóon :
Angiomatosisi retinae
Þar sem sjúkdómur þessi hef-
ur ekki verið þekktur hér á
landi, eftir því sem ég frekast
veit, langar mig til að lýsa einu
tilfelli. Er hér um að ræða konu,
sem vistuð var í fæðingardeild
Landspítalans 1955.
ÍJtdráttur úr sjúkrasögu fæð-
ingar- og lyfjadeildar Landspít-
alans: Kona, 34 ára, gift. Mikið
um berklaveiki í ættinni, báðir
foreldrar voru berklaveikir og
faðirinn dó úr berklum. Móðir-
in hafði einnig hypertensio art.
Tveggja ára gömul veiktist
sjúkl. af berklum, lá þá í 1 Yo ár
í sjúkrahúsi, síðan ekki borið á
berklaveiki. Fékk mislinga 22
ára gömul, kveðst aldrei hafa
náð sér eftir þann sjúkdóm.
Fyrir 6—7 árum var gerð að-
gerð vegna sinuitis maxillaris.
Sjúkl. kemur í V. deild Land-
spítalans 10/8. ’55. Er ófrísk í
36.—37 viku. Hún hefur tvisvar
fætt áður ’44 og ’46. 1 bæði
skiptin talsverðar blæðingar um
meðgöngutímann. Hún hefur 4
sinnum misst fóstur, síðast ’53.
1 þessum meðgöngutíma hef-
ur hún haft talsverða ógleði og
uppköst, dálitla verki og dálít-
inn bjúg, talsverðar blæðingar
öðru hvoru og því orðið .að
liggja nokkuð af tímanum.
Svefn frekar lélegur. Blóðþrýst-
ingur eðlilegur, þvag eðlilegt.
Við komu í fæðingardeildina
hefur sjúkl. æðabólgu í hægra
fæti. Hún hefur undanfarið
haft mikinn höfuðverk, einkum
hægra megin í höfðinu. Nokkr-
um dögum fyrir komuna dofn-
aði sjón skyndilega mikið á
hægra auga. Sjúkl. leitaði þeg-
ar augnlæknis og aftur 2 dög-
um síðar, er sjón dofnaði einn-
ig nokkuð á vinstra auga. Þessu
fylgdi ógleði og uppsala.
Augnskoðun: Við augnspegl-
un sjást augntaugar eðlilegar,
en æðar, sérstaklega bláæðar,
sem liggja upp temporalt, mik-
ið útvíkkaðar í báðum augum,
meira hægra megin. Meðfram
þessum útvíkkuðu æðum sjást,
einkum yzt í jöðrum sjónhimn-
unar mikil exsudöt og blæðing-
ar.
Þar sem líðan konunnar er
slæm og sjón versnar, er gerð
sectio cæsarea class. Fæddist
drengur, var lítill og andaðist
eftir rúman sólarhring.
Konunni heilsaðist sæmilega,
fékk þó þrautir í hægri fót og
mikinn verk í gegnum brjóstið