Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 44
90 LÆKNABLAÐIÐ truflanir er erfitt eða ómögu- legt að ákvarða lengd Q-T. LengdQ-T bilsins er háð hjartsláttartíðninni, það lengist við minnkaða tíðni. Q—T er lít- ið eitt styttra hjá karlmönnum og börnum en í konum. Nonnal- gildi Q—T hverju sinni má reikna út eftir sérstökum jöfn- um, t. d. Bazett’s jöfnu, sem lít- ur þannig út: Normalt QT = k \/R—R; K er konstant, að gildi 0,37 hjá karlmönnum og börnum, en 0,40 hjá konum. R—R er bilið milli tveggja R-takka.— önnur jafna handhæg og nægilega nákvæm, eftir Larsen & Skúlason (Theó- dór Skúlason) er þannig: Q—T = y8 (R—R) + 0,18 ± 0,05. Efri takmörk Q—T eru talin vera allt að 0,44 sek., og er þá miðað við hjartsláttartíðni 60 eða innan 60 á mínútu. Lengt Q—T sést við hypocalc- æmi og hypokalæmi. Sjúkdómar í hjartavöðvanum, svo sem myo- carditis, beriberi, myxoedema, myodegeneration af völdum co- ronarsclerosis o. fl., valda oft lengingu á Q—T. Slík lenging getur verið eina breytingin, sem fram kemur í hjartaritinu af völdum framangreindra sjúk- dóma. Digitalis, hypercalcæmi, hy- perkalæmi og aukinn vagal ton- us geta valdið styttingu á Q —T. U-takkinn. U-takkinn er lágur en breiður takki, sem kemur nálega strax á eftir T-takkanum. Hann kemur þó ekki alltaf fram. Hann er jafnan pósitívur í leiðslum þeim, er hafa pósitívan T-takka. Nega- tívur U-takki í framangreindum leiðslum er talið vera merki um sjúkdóma, eða sjúklegt ástand í hjartavöðvanum. Þessi takki hefur þó lítið gildi við greiningu sjúkdóma, því að venjulega eru önnur áreiðanlegri sjúkdóms- merki einnig til staðar. Eins og áður hefur verið drepið á, trufl- ar U-takkinn stundum mæling- ar á Q—T bilinu. Ekki er vitað með vissu um uppruna U-takk- ans. Heimildir: Gordon B. Myers: The Interpreta- tion of the Unipolar Electrocardio- gram. (1956). Charles K. Friedberg: Diseases of the Heart. (2nd Edition, 1956). Louis Wolff: Electrocardiography. (Second Edition, 1956). Emanuel Goldberger: Unipolar Lead Electrocardiography and Vectorcardiography. (Third Edi- tion, 1953). Erik Warburg: Nordisk Lærebog i Intem Medicin. (Bind IV., 1947). Endurprentun óheimil nema að fengnu leyfi ritstjóra. Félagsprentsmiðjan h/f

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.