Bændablaðið - 24.04.2013, Page 23

Bændablaðið - 24.04.2013, Page 23
23Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 hvaðanæva að úr heiminum. Hún hefur verið opin í ríflega 20 ár og er vel nýtt árið um kring. Kjarnastaður í ferðaþjónustu „Skriðuklaustur hefur löngum haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn og er í dag orðinn kjarnastaður í ferðaþjónustu, ekki síst eftir að Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs var einnig opnuð hér á staðnum. Við erum í miðjunni á fjölbreyttu ferðaþjónustusvæði á ofanverðu Fljótsdalshéraði þar sem saman koma Hallormsstaðaskógur, Lagar- fljót með sinn Orm, Hengifoss, annar hæsti foss landsins, Valþjófs- staður, Fljótsdalsstöð, Strútsfoss og síðan hálendið með góðu aðgengi að heitum laugum í Laugarfelli, Kárahnjúkum og Snæfelli. Hér er fjölbreytt gisting í boði og nokkrir veitingastaðir ásamt margvíslegri afþreyingu. Þeir sem kjósa að heimsækja Upphérað geta því auðveldlega dvalið hér í nokkra daga og notið lífsins án þess að leggjast í langkeyrslur.“ Tvær nýjar sýningar Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Gunnarshúsi nýverið. Í stássstofu var opnuð sýning á útskornum krossum úr viði og steini eftir Akureyringinn Jón Geir Ágústsson. Sú sýning ber heitið „Krossferli að fylgja þínum“. Hún var fyrst sett upp á Hólum í Hjaltadal enda mikið af efnivið listamannsins sótt í Hólabyrðu og timburafganga úr Auðunarstofu. Jón Geir hefur allt frá 1982 unnið með krossformið og efniviðurinn er ólíkar viðartegundir, trjábörkur, hvaltönn, messing og sandsteinn. Í Gallerí Klaustri sýnir Sigurður Ingólfsson ljóðskáld eigin teikningar sem m.a. skreyta nýjustu ljóðabók hans. Útgáfu bókarinnar var fagnað við sýningaropnun en bók og sýning bera sama titil: „Ég þakka“. Sýningarnar hafa verið opnar á sunnudögum nú í apríl, en dagleg opnun í Gunnarshúsi hefst í næstu viku, 1. maí næstkomandi. Sýning Sigurðar Ingólfssonar um krossana er opin á sunnudögum í apríl kl. 12-17. Dagleg opnun hefst síðan 1. maí. Snæfellsstofa fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún er staðsett á Skriðuklaustri rétt sunnan við afleggjarann upp á Snæfellsöræfi. Gestastofan var opnuð sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins. Snæfells- stofa keppir nú til úrslita í Architizer A + verðlaununum í yfirflokknum menning og undirflokki listasafna. Það var arkitektastofan Arkís sem hannaði og teiknaði bygginguna. Hún er byggð samkvæmt umhverfis staðlinum BREEAM sem gerir kröfur um notkun á vist vænum byggingarefnum og byggingaraðferðum, minni orku- notkun, meiri endingu og minna viðhaldi. Í Snæfellsstofu er sýningin Veraldarhjólið sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Sýningin leggur áherslu á samspil gróðurfars og dýralífs á austursvæði þjóðgarðsins sem nær frá Kverkfjöllum að Lónsöræfum. Við hönnun sýningarinnar var lögð áhersla á að börn gætu snert, lyktað og prófað sig á ýmsum sýningarmunum. Minjagripaverslun er í gesta- stofunni með áherslu á vörur úr heimabyggð og nágrannasveitum þjóðgarðsins. /MÞÞ Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 28 þúsund eintökum á 350 dreifingarstaði og 4.000 býli á Íslandi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.