Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 23

Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 23
23Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 hvaðanæva að úr heiminum. Hún hefur verið opin í ríflega 20 ár og er vel nýtt árið um kring. Kjarnastaður í ferðaþjónustu „Skriðuklaustur hefur löngum haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn og er í dag orðinn kjarnastaður í ferðaþjónustu, ekki síst eftir að Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs var einnig opnuð hér á staðnum. Við erum í miðjunni á fjölbreyttu ferðaþjónustusvæði á ofanverðu Fljótsdalshéraði þar sem saman koma Hallormsstaðaskógur, Lagar- fljót með sinn Orm, Hengifoss, annar hæsti foss landsins, Valþjófs- staður, Fljótsdalsstöð, Strútsfoss og síðan hálendið með góðu aðgengi að heitum laugum í Laugarfelli, Kárahnjúkum og Snæfelli. Hér er fjölbreytt gisting í boði og nokkrir veitingastaðir ásamt margvíslegri afþreyingu. Þeir sem kjósa að heimsækja Upphérað geta því auðveldlega dvalið hér í nokkra daga og notið lífsins án þess að leggjast í langkeyrslur.“ Tvær nýjar sýningar Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Gunnarshúsi nýverið. Í stássstofu var opnuð sýning á útskornum krossum úr viði og steini eftir Akureyringinn Jón Geir Ágústsson. Sú sýning ber heitið „Krossferli að fylgja þínum“. Hún var fyrst sett upp á Hólum í Hjaltadal enda mikið af efnivið listamannsins sótt í Hólabyrðu og timburafganga úr Auðunarstofu. Jón Geir hefur allt frá 1982 unnið með krossformið og efniviðurinn er ólíkar viðartegundir, trjábörkur, hvaltönn, messing og sandsteinn. Í Gallerí Klaustri sýnir Sigurður Ingólfsson ljóðskáld eigin teikningar sem m.a. skreyta nýjustu ljóðabók hans. Útgáfu bókarinnar var fagnað við sýningaropnun en bók og sýning bera sama titil: „Ég þakka“. Sýningarnar hafa verið opnar á sunnudögum nú í apríl, en dagleg opnun í Gunnarshúsi hefst í næstu viku, 1. maí næstkomandi. Sýning Sigurðar Ingólfssonar um krossana er opin á sunnudögum í apríl kl. 12-17. Dagleg opnun hefst síðan 1. maí. Snæfellsstofa fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún er staðsett á Skriðuklaustri rétt sunnan við afleggjarann upp á Snæfellsöræfi. Gestastofan var opnuð sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins. Snæfells- stofa keppir nú til úrslita í Architizer A + verðlaununum í yfirflokknum menning og undirflokki listasafna. Það var arkitektastofan Arkís sem hannaði og teiknaði bygginguna. Hún er byggð samkvæmt umhverfis staðlinum BREEAM sem gerir kröfur um notkun á vist vænum byggingarefnum og byggingaraðferðum, minni orku- notkun, meiri endingu og minna viðhaldi. Í Snæfellsstofu er sýningin Veraldarhjólið sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Sýningin leggur áherslu á samspil gróðurfars og dýralífs á austursvæði þjóðgarðsins sem nær frá Kverkfjöllum að Lónsöræfum. Við hönnun sýningarinnar var lögð áhersla á að börn gætu snert, lyktað og prófað sig á ýmsum sýningarmunum. Minjagripaverslun er í gesta- stofunni með áherslu á vörur úr heimabyggð og nágrannasveitum þjóðgarðsins. /MÞÞ Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 28 þúsund eintökum á 350 dreifingarstaði og 4.000 býli á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.