Bændablaðið - 24.04.2013, Page 42

Bændablaðið - 24.04.2013, Page 42
42 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Ferðaþjónusta bænda efndi nýverið til teiknisamkeppni meðal barna 4-11 ára í tengslum við markaðsátakið „Páskasæla í sveitinni“ sem kynnti þá fjöl- mörgu gistimöguleika, veitingar og afþreyingu sem finna má hjá ferðaþjónustubændum um allt land. Fjölmargar myndir bárust í keppnina og þakkar Ferðaþjónusta bænda þeim öllum fyrir sem sendu inn mynd. Sex duglegir krakkar sendu inn skemmtilegustu myndirnar að mati dómnefndar og hljóta gistingu eða upplifun í sveitinni að launum, en búið er að hafa samband við vinn- ingshafa sem fá send til sín gjafabréf. Vinningshafar í aldursflokknum 4-7 ára: Steingrímur Ragnarsson, 5 ára, hlýtur gistingu í eina nótt fyrir 2 fullorðna og 2 börn að Gistihúsinu Egilsstöðum. Sólveig Eggerz Bech, 4 ára, hlýtur gistingu fyrir 2 fullorðna og 2 börn í eina nótt með morgunverði að Skjaldarvík í Eyjafirði. Heiða Rachel Wilkins, 7 ára, hlýtur eina nótt með morgunverði í 6 manna fjölskyldu svítu að Hótel Hálandi við Sprengisandsveg. 8-11 ára vinningshafar Rakel Ösp Gylfadóttir, 11 ára, hlýtur gistingu fyrir 2 fullorðna og 2 börn í eina nótt í gestahúsi með morgun- verði og reiðtúr í 1 klst. fyrir fjóra að Hestheimum í Ásahreppi. Sóley Bestla Ýmisdóttir, 8 ára, hlýtur gistingu fyrir 2 fullorðna og 2 börn í eina nótt með morgunverði að Hótel Læk í Hróarslæk. Guðrún Perla Gunnarsdóttir, 11 ára, hlýtur heimsókn í sauðburð fyrir alla fjölskylduna, legg og skel og litasett og liti frá Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Hér má sjá vinnings myndirnar sex en skoða má allar innsendar myndir á Facebook-síðu Ferðaþjónustu bænda. Allir krakkar sem sendu inn mynd munu svo fá sendan lítinn glaðning frá Ferðaþjónustu bænda. Í dómnefnd sátu: María Reynisdóttir, starfsmaður skrifstofu Ferðaþjónustu bænda, Bryndís Óskarsdóttir, grafískur hönnuður, og Hildur Jóhannesdóttir framhalds- skólakennari. Myndir úr teiknisamkeppni Ferðaþjónustu bænda meðal 4 –11 ára barna: Páskasæla í sveitinni Sólveig Bestla Ýmisdóttir, 8 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd. Það er mikið að gerast á þessari mynd eftir Steingrím Ragnarsson, 5 ára. Guðrún Perla Gunnarsdóttir, 11 ára, gerði þessa mynd sem sýnir hefðbundinn torfbæ og húsdýr í girðingu. Heiða Rachel Wilkins, 7 ára, gerði þessa mynd. Athyglisverð mynd eftir Rakel Ösp Gylfadóttur, 11 ára. Svona sér Sólveig Eggerz Bech, 4 ára, páskasæluna í sveitinni. Þjóðskrárupplýsingar úr Granna fyrir Skeiða og Gnúpverjahrepp 1 apríl 2013 sýna að fjöldi íbúa er núna 517 og fer þeim stöðugt fjölgandi eins og sjá má hér að neðan: Fjöldi íbúa fyrir 1 mánuði 515 aukning 2 eða 0,39% (4,66%/ári) Fjöldi íbúa fyrir 3 mánuðum 504 aukning 13 eða 2,58% (10,30%/ári) Fjöldi íbúa fyrir 12 mánuðum 507 aukning 10 eða 1,97% "Við í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi erum ánægð með þessa þróun því við teljum sveitina góðan kost til búsetu. Sveitin er nútímavædd í nálægð við höfuðborgina", sagði Kristófer Tómasson, sveitarstjóri. /MHH Fólki fjölgar og fjölgar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Bændablaðið Kemur næst út 8. maí

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.