Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 42

Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Ferðaþjónusta bænda efndi nýverið til teiknisamkeppni meðal barna 4-11 ára í tengslum við markaðsátakið „Páskasæla í sveitinni“ sem kynnti þá fjöl- mörgu gistimöguleika, veitingar og afþreyingu sem finna má hjá ferðaþjónustubændum um allt land. Fjölmargar myndir bárust í keppnina og þakkar Ferðaþjónusta bænda þeim öllum fyrir sem sendu inn mynd. Sex duglegir krakkar sendu inn skemmtilegustu myndirnar að mati dómnefndar og hljóta gistingu eða upplifun í sveitinni að launum, en búið er að hafa samband við vinn- ingshafa sem fá send til sín gjafabréf. Vinningshafar í aldursflokknum 4-7 ára: Steingrímur Ragnarsson, 5 ára, hlýtur gistingu í eina nótt fyrir 2 fullorðna og 2 börn að Gistihúsinu Egilsstöðum. Sólveig Eggerz Bech, 4 ára, hlýtur gistingu fyrir 2 fullorðna og 2 börn í eina nótt með morgunverði að Skjaldarvík í Eyjafirði. Heiða Rachel Wilkins, 7 ára, hlýtur eina nótt með morgunverði í 6 manna fjölskyldu svítu að Hótel Hálandi við Sprengisandsveg. 8-11 ára vinningshafar Rakel Ösp Gylfadóttir, 11 ára, hlýtur gistingu fyrir 2 fullorðna og 2 börn í eina nótt í gestahúsi með morgun- verði og reiðtúr í 1 klst. fyrir fjóra að Hestheimum í Ásahreppi. Sóley Bestla Ýmisdóttir, 8 ára, hlýtur gistingu fyrir 2 fullorðna og 2 börn í eina nótt með morgunverði að Hótel Læk í Hróarslæk. Guðrún Perla Gunnarsdóttir, 11 ára, hlýtur heimsókn í sauðburð fyrir alla fjölskylduna, legg og skel og litasett og liti frá Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Hér má sjá vinnings myndirnar sex en skoða má allar innsendar myndir á Facebook-síðu Ferðaþjónustu bænda. Allir krakkar sem sendu inn mynd munu svo fá sendan lítinn glaðning frá Ferðaþjónustu bænda. Í dómnefnd sátu: María Reynisdóttir, starfsmaður skrifstofu Ferðaþjónustu bænda, Bryndís Óskarsdóttir, grafískur hönnuður, og Hildur Jóhannesdóttir framhalds- skólakennari. Myndir úr teiknisamkeppni Ferðaþjónustu bænda meðal 4 –11 ára barna: Páskasæla í sveitinni Sólveig Bestla Ýmisdóttir, 8 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd. Það er mikið að gerast á þessari mynd eftir Steingrím Ragnarsson, 5 ára. Guðrún Perla Gunnarsdóttir, 11 ára, gerði þessa mynd sem sýnir hefðbundinn torfbæ og húsdýr í girðingu. Heiða Rachel Wilkins, 7 ára, gerði þessa mynd. Athyglisverð mynd eftir Rakel Ösp Gylfadóttur, 11 ára. Svona sér Sólveig Eggerz Bech, 4 ára, páskasæluna í sveitinni. Þjóðskrárupplýsingar úr Granna fyrir Skeiða og Gnúpverjahrepp 1 apríl 2013 sýna að fjöldi íbúa er núna 517 og fer þeim stöðugt fjölgandi eins og sjá má hér að neðan: Fjöldi íbúa fyrir 1 mánuði 515 aukning 2 eða 0,39% (4,66%/ári) Fjöldi íbúa fyrir 3 mánuðum 504 aukning 13 eða 2,58% (10,30%/ári) Fjöldi íbúa fyrir 12 mánuðum 507 aukning 10 eða 1,97% "Við í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi erum ánægð með þessa þróun því við teljum sveitina góðan kost til búsetu. Sveitin er nútímavædd í nálægð við höfuðborgina", sagði Kristófer Tómasson, sveitarstjóri. /MHH Fólki fjölgar og fjölgar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Bændablaðið Kemur næst út 8. maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.