Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 10
130
LÆKNABLAÐIÐ
ar annað betra bauðst. Ölafur
Finsen var nú settur þar auka-
læknir í ársbyrjun 1894 og
skömniu síðar skipaður í em-
bættið. Og þarna átti hann eftir
að sitja alla sína embættistíð og
siðan til æviloka. Héraðið var
gert að læknishéraði árið 1900
og þvi gegndi hann þangað til
hann var orðinn sjötugur, haust-
ið 1937.
Ölafur Finsen vann sér brátt
vinsældir og traust héraðsbúa,
enda ekki að ástæðulausu. Hann
varð farsæll læknir, en það, sem
sérstaklega auðkenndi öll störf
bans var framúrskarandi
skyldurækni og velvild til allra,
sem hann átti skipti við. Hann
lét bvorki veður né færð tálma
ferðum sínum og var alltaf boð-
inn og búinn til hjálpar, hvenær
sem kallið kom. Og því var við
brugðið, hve fljótur hann var
að búa sig til ferðar.
Akraneskauptún óx mikið i
tíð Ólafs Finsens og uppsveit-
irnar munu að mestu leyti liafa
haldið sínu, og gefur að skilja,
að starf læknisins hefur aukizt
sí og æ. Það var ekki fvrr en
1934, að praktíserandi læknir
settist að á Akranesi. Þá var
Ólafur Finsen kominn bátt á
sjötugs aldur og mun liafa orð-
ið feginn hjálpinni, enda tók
hann lækninum vel. Um sama
leyti létti líka af honum störf-
um við það, að Akranessapótek
var stofnað.íÓlafur Finsen hafði
til þessa haft lyfjasölu og lyfja-
gerð sjálfur, eins og flestir aðrir
héraðslæknar. Það hefur ekki
verið lítill ábætir á störfin í sí-
vaxandi kauptúni, en þarna
hjálpaði reglusemi og snyrti-
mennska læknisins mikið. Það
fór ekki miðið fyrir apótekinu,
en þar var öllu svo haganlega
fyrirkomið og sú regla á, að ég
held að læknirinn hafi getað
gengið blindandi að hverju því
meðali, sem liann þurfti á að
halda í hvert skipti.
Eftir að Ólafur Finsen lét af
embætti, stundaði hann heim-
ilislæknisstörf í viðlögum, en
hætti því svo líka smátt og
smátt. En alltaf Iiafði hann þó
vakandi áhuga á læknisfræði,
hélt áfram læknatímarit og las
þau. En hann hafði líka áhuga
á ýmsu öðru og ekki sízt fólk-
inu í liéraðinu. Hann þekkti
þarna, fram á seinustu ár, svo
að segja hvern mann og kunni
deili á ætt þeirra og uppruna.
Fólkið hafði vaxið upp i kring
um liann og liann hafði látið
sig hag þess miklu skipta.
Ólafur var leikfimismaður á
yngri árum, liafði lært leikfimi
i Latínuskólanum og snemma
kom hann á fót leikfimisflokki
á Akranesi. Akurnesingar þökk-
uðu honum þetta með því að
gera hann að heiðursfélaga
í Knattspyrnufélaginu, enda
fvlgdist hann líka vel með í þess
sigurför. Söngmaður var hann
góður og söng lengi i Akra-
nesskirkju og heiðursfélagi var