Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Síða 13

Læknablaðið - 28.12.1958, Síða 13
L Æ K N A BLAÐIÐ 133 lækaum til þess að öðlast lækn- isfræðilega þekkingu og halda henni við. Á þessu sviði getur íslenzka af augljósum ástæðum ekki komið í stað erlendra mála. Læknar verða því að hafa meiri not af erlendum tungumálum en flestir aðrir landsmenn. Ligg- ur því nærri að ætla, að íslenzk tunga sé í nokkru meiri hættu stödd af völdum lækna en ann- ara menntamanna, einnig má gera ráð fvrir, eð þessi liætta hljóti að vaxa, eftir því sem læknar leggja meiri rækt við fræðigrein sína. Enda þótt íslenzkt ritmál sé og verði um langa framtíðnæsta lítið notað til þess að rita og ræða um læknisfræðileg efni, þá her samt að heita nokkurri smekkvísi á meðferð málsins, hvort sem fjallað er um þessi efni eða önnur, og vissulega er staðgóð þekking á íslenzkri tungu hin mesta prýði hverjum venjulegum horgara, hvort lield- ur hann er menntamaður eða ómenntaður, ef hann kann vel með þá þekkingu að fara. Það ber þvi að þakka Y. J. fyrir það að veita þessu máli athygli, og alveg sérstaklega her að þakka honum árvekni hans, vegna þess að hún er allsendis óverðskulduð og algerlega fyrir utan verksvið landlæknis. Það er að sjálfsögðu ekki unnt að gera þær kröfur til landlæknis ahnennt, að hann sé fær um að hafa eftirlit og umsjá með ritmáli ísl. lækna, né heldur að kveða upp dóm í þeim efnum, enda þótt rás viðburðanna hafi hagað því svo, að sá, sem nú skipar sæti landlæknis, V. J., sé maður, sem tvímælalaust kann góð verknaðartök á ís- lenzku ritmáli. III. Læknum liefur lengi verið ljóst, að ritmál þeirra hefur ver- ið glompótt, en svo mun einnig hafa verið um ritmál lækna i öðrum löndum, og eru vel þekkt dæmi um það í læknisfræðirit- um. Þetta hefur þó eklci staðið þróun læknavísindanna fyrir þrifum, og ekki hefur það haft nein skaðleg áhrif á góða lækn- isþjónustu. Skömmu áður en Y. J. skrifaði áðurnefnda grein, komu nokkrir læknar saman og ræddu meðal annars það vanda- mál, sem fjallað er um í grein V. J. Litlum tíma var eytt í að skeggræða galla á ritmáli lækna. Allir voru sammála um, að þeir væru fyrir liendi og lagfæring- ar væri þörf. Hitt tók lengri tíma, að ræða um orsakir þess- ara galla, en langmestum tima var varið til þess að athuga leið- ir til úrhóta og hverjar þeirra væru heppilegastar, enda er það kjarni málsins. Því miður ræðir Y. J. eingöngu um það atriðið, sem öllum var ljóst, að ritmáli lækna sé í ýmsu áfátt, en liann hefur ekki hirt um að athuga, hverjar orsakir liggi þvi til

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.