Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 28.12.1958, Side 22

Læknablaðið - 28.12.1958, Side 22
142 LÆIvN ABLAÐIÐ til þess að votta minningu þeirra virðingu. í kjörbréfanefnd voru lcosnir: Bergsveinn Ólafsson, Jón Sig- urðsson og Júlíus Sigurjónsson. Að lokinni athugun á kjörbréf- um fulltrúa, lagði nefndin til, að þau yrðu samþykkt. Fulltrúi Lf. Norðvesturlands, Ólafur Þorsteinsson, Siglufirði, bafði ekki boðað forföll, en þar sem bann var ekki mættur, tók form. þessa svæðisfélags, Páll Ivolka, lians sæti, að ósk fund- armanna. Formaður tilnefndi Guðmund Karl Pétursson fundarstjóra og Ólaf Björnsson fundarritara. Var það samþvkkt með lófataki. Því næst flutti formaður skýrslu stjórnarinnar fyrir sið- asta starfsár. Stjórnin hafði haldið 13 fundi á árinu. Meðlimir félagsins eru nú 293. Fyrsta verk stjórnarinnar var að tilkynna þeim nefndum, sem þurfti, um kosningu þeirra á siðasta aðalfundi, hverjir nefnd- armenn væru og hverjum væri falið að kalla nefndirnar saman til starfa. Samkvæmt fyrirmælum síð- asta aðalfundar var sett á lagg- irnar nefnd til þess að fjalla um réttindi og skyldur sjúkrasam- Iagslækna, og þessir menn skip- aðir í nefndina: Bjarni Snæ- björnsson, Ólafur Einarsson, Ólafur Helgason, Páll Gíslason og Þórður Þórðarson. Nefndin hafði ekki lokið störf- um og var ekki viðbúin að skila áliti. Tveggja manna reikninga- nefnd, sem þeir eiga sæti i Torfi Bjarnason og Ólafur Björnsson, hefur haft samband við Trygg- ingastofnun ríkisins. Föst samninganefnd héraðs- lækna: Eggert Einarsson, Ragnar Ásgeirsson, Bragi Ólafsson. Húsnefnd: Bjarni Bjarnason, Bergsveinn Ólafsson, Jón Sigurðsson, Karl Magnússon, Páll V. G. Kolka. Fulltrúar á 100 ára afmæli danska læknafélagsins voru: Sigurður Sigurðsson, Bjarni Jónsson og Bjarni Konráðsson. Afhenti Sigurður Sigurðsson gjöf frá L.I. (Listaverkabækur Ivjarvals, Jóns Stefánssonar og Ásgríms Jónssonar i skraut- handi). Hefur formaður danska Læknafélagsins þakkað gjöfina n'ieð mjög vinsamlegu hréfi. Valtýr Alhertsson mætti sem fulltrúi L.í. á aðalfundi British Medical Association í Birming- liam 14.—1(). júlí. Formaður mætti á aðalfundi sænska læknafélagsins í Malmö í lok maimánaðar. Stjórnin sendi (í júli ’57) heilhrigðismálaráðherra sam- þykkt aðalfundar L.í. 1957 um hjúkrunarkvennaskóla og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.