Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 28.12.1958, Page 38

Læknablaðið - 28.12.1958, Page 38
154 L Æ K N A B L A Ð I Ð taugaveiklaða vesalinga og ör- yrkja til langframa, og liið neyðarlega er, að skjólstæðing- arnir eru honum oft innilega þakklátir og skuldbundnir fyrir hina dæmalausu umhyggju hans. Annars vegar er vanlækn- ing fyrir kjarkleysi engan veg- inn óalgengt fyrirbrigði á þess- um tímum mikilvirkra læknis- lyfja, sem eru þó því aðeins virk, að þau séu notuð í við- eigandi skömmtum, en hafa jafnframt óþægilegar aukaverk- anir og mjótt öryggismundang. Hér á vel við að nefna til dæm- is taugarofslyf og lyf, er hindra blóðstorknun, því að öllu varð- ar, að slíkum lyfjum sé beitt í virkum skömmtum. Ella má eins vel láta þau algerlega ónot- uð. Freisting er að firra sig áhættu með vanskömmtun þcirra. En hálfkák á engan rétt á sér, þegar við lækningar er fengizt. Sjúklingi getur verið það nauðsynlegt að lifa hættu- lega um skeið, ef hann á ann- að borð á að halda lífi. Þegar kjarklaus læknir metur bata- horfur sjúklings, hættir lionum við að ýkja hættuna fyrir að- standendum. Freistingin er ær- in, því að læknirinn getur tæp- lega tapað á því að hafa vað- ið á þenna hátt fyrir neðan sig. Ef sjúldingurinn deyr — jæja, víst hafði liann gert sér Ijóst og ekki dregið dul á, að hætta væri á ferðum. Ef betur rætist úr, sem meiri líkur voru reynd- ar alltaf til, og sjúklingnum batnar, er batinn, sem þá geng- ur kraftaverki næst, ekki sizt að þakka snilld og alúð læknis hans. Með ráðinni hölsýni á bataliorfur er lækni auðsótt að afla sér merkilegs álits. Þetta háttalag gerir hlutaðeigandi sjúklingum ekki teljandi skaða, en aðstandendum er hakaður til- efnislaus ótti, og reyndar er framferðið úr máta fyrirlitlegt. Að lyktum er 10.000 króna spurningin: Er læknisfræðin, eins og við hagnýtum hana, raunverulega mannkyninu til heilla, þegar til lengdar lætur og á allt er litið? Vel má halda því fram, að með starfi sínu að því að bjarga og viðhalda lífi fávita, blæðara, sykursýkissjúk- linga og annars vanmetafólks greiði læknar leið til komandi kynslóða óæskilegum erfða- meinsemdum, sem annars lielt- ust úr lest og hyrfu loks úr tölu mannameinanna. Og með því að lengja líf farlama gam- almenna þyngja læknar vissu- lega í sífellu byrðarnar á herðum hinna yngri starfandi aldurs- flokka samfélagsins. Heimspek- ingar geta velt þessum atrið- um fyrir sér að vild sinni. Þess er ekki krafizt af okkur sem læknum, að við tökum afstöðu til þeirra. Illutverk lækna er að lækna sjúka og lina þjáning- ar án alls tillits til aldurs, litar- háttar, þjóðernis, trúarbragða eða gildis þeirra fyrir samfélag- ið. Ef læknir víkur frá þessari grundvallarreglu i starfi sínu,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.