Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 24

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 24
54 LÆKNABLAÐIÐ endogenes notað um væg, tíma- bundin þunglyndisköst, sem koma sérstaklega vor og liaust, og hafa alltaf í för með sér margvísleg psykosomatisk ein- kenni. Depressiones exogenes eru hins vegar ekki arfgengar eða hundnar ákveðnu eðlisfari, en eiga rætur að rekja til ytri að- stæðna, annaðhvort meðvit- aðra eða ómeðvitaðra. Þær hafa engar sérkennandi svefn- truflanir eða dægursveiflur, og ECT hefur engin áhrif á gang sjúkdómsins. Depressiones enclogenes. 1) Psychosis manio-depres- siva er talin koma fyrir hjá 1—2% manna. Þunglyndis- skeiðið er helmingi tíðara en hið maníska og er nálega helm- ingi algengara lijá konum en körlum. Depurðin er vanalega þung og djúp og með áberandi tregðu á allri andlegri og lík- amlegri starfsemi. Um það bil helmingur allra sjúklinga fær einungis eitt sjúkdómskast um ævina, og einungis 15% fá hæði þunglyndi og ofkæti. Sjúkling- arnir eru oftast úthverfir og félagslyndir að skapgerð. Sjúkdómnum fvlgja tíðum vanmeta og sektarkenndir, ranghugmvndir og jafnvel of- skynjanir, einkum ásakandi raddir. Suicidium-hættan er sérstaklega mikil, einkantega á morgnana, þegar kvíði og sjálfsásakanir sækja harðast á. Sjúkdómurinn veldur alltaf sérkennandi svefntruflunum, þ. e. a. s. svefn fyrri hluta næt- ur, en svefnleysi seinni hluta nætur, og fyllast sjúklingarnir þá ógurlegum kvíða og vanlíð- an. Balahorfur eru yfirleitt góð- ar, 80% sjúklinganna verða al- hata innan 6 mánaða, en ECT getur stytt tímann um 3—1 mánuði. 2) Depressio endogenes er, eins og áður er greint, talin sérstök tegund þunglyndis á Norðurlöndum og á megin- landinu, enda virðist hún hafa nokkra sérstöðu og er senni- lega af öðrum toga spunnin en psychosis manio-depressiva. Geðlækkunin er sjatdan eins mikil og i psychosis manio- depressiva, og tíðum ber meira á líkamlegum óþægindum, svo sem óróa og þyngslum fyrir brjósti, hjartsláttarköstum, höfuðverk, svima, þurrki i munni, hægðatregðu og verkj- um á víð og dreif um líkam- ann. Algengustu sálræn óþæg- indi eru kvíði, órói, þreyta, kjarkleysi og deyfð. Manísk köst koma aldrei fyr- ir, og eitt aðalsérkenni þessar- ar þunglyndistegundar eru timaskiptín (vor og liaust). Persónuleiki sjúklinganna hef- ur áður einkennzt af sam- vizkusemi, nákvæmni og föst- um lífsvenjum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.