Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 34

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 34
64 LÆKNABLAÐIÐ rauða hunda á öndverðum með- göngutímanum, fæðist vanskap- að eða með einhverja vöntun. Má þar til nefna heyrnarleysi, blindu (aðallega vegna catar- acta), missmíð á lijarta og microcephalia, en margt fleira og smávægilegra geturog komið til. Smitun eftir þriðja mánuð, eða a.m.k. eftir fjórða mánuð, virðist þó hættulítil eða hættu- laus. Með því að athuga manntöl, og þó sérstaklega fæðinga- skrár nemenda í daufdumbra- skólum í Ástralíu, komst Lan- caster(5) að því, að mun fleiri börn, síðar skráð daufdumb, iiöfðu fæðzt i lok fyrri rauð- hunda-faraldra eu annars var títt. Hins sama mátti og sjá merki á Nýja-Sjálandi(7). En af sams konar upplýsing- um, sem Lancaster(6) aflaði sér frá fjölmörgum öðrum löndum, varð hann hvergi var slikra „faraldra“ að meðfæddu heyrnarleysi nema á Islandi. Þar höfðu á tímabilinu 1935— 1947 fæðzt 24 hörn, er síðar voru vistuð í Málleysingjaskól- anum, en af þeim voru 10 fædd á einu og sama ári, 1941 — síð- ara ári faraldursins mikla, sem liófst 1940. Var þetta eini stór- faraldurinn af rauðum hundum á tímabilinu, en ekkert hinna áranna höfðu fæðzt fleiri en tvö börn, er síðar reyndust heyrn- arlaus. Þessar upplýsingar voru fengnar hjá þáverandi land- lækni, Vihnundi Jónssyni, og var þeirra getið í Læknahlað- inu fyrir nokkrum árum(8). Næst gekk svo stórfaraldur rauðra hunda 1954—1955, og er vitað um 8 daufdumb hörn, sem fæddust 1955. Að áeggjan Vilmundar land- læknis var nú ráðizt í að athuga þetta nánara, m. a. með tilliti til fyrri faraldra, og var jafn- framt lögð áherzla á að greina milli meðfædds heyrnarleysis og áunnins, eftir því sem unnt reyndist. Kennsla daufdumbra á veg- um hins opinbera mun liafa hafizt 1868. Önnuðust liana þar til ráðnir prestar (þó varla ó- slitið) fram til 1909, en þá flutt- ist kennslan lil Revkjavíkur, er Daufdumbraskólinn (síðar Mál- leysingjaskólinn) var stofnað- aður(4). Má ætla, að síðan liafi skólinn haft afskipti af öllum daufdumhum hörnum, hvaðan- æva af landinu, sem náð hafa skólaaldri, enda eru þau skóla- skyld þar. Skólastjóri Málleysingjaskól- ans, Brandur Jónsson, levfði góðfúslega afnot af gögnum skólans um nemendur, en þau náðu þó aðeins til þeirra, sem fæddir voru 4927 og síðar, og hefur ekki tekizt að hafa upp á eldri skjölum skólans. Um eldri nemendur var þá leitað upplýsinga í skjölum S t j órnarráðsins viðkomandi

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.