Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 64

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 64
8B LÆKNABLAÐIÐ lystarleysi, blóðleysi og megr- un þýðir oftast, að æxlið cr orðið óskurðtækl. Sama gildir, ef komin er liæsi, lifrarstækk- un, vökvamyndun í kviðarholi, kyngingartregða og einkenni frá miðtaugakerfi. Pancoast’s syndrome eða superior sulcus syndrome cr áður nefnt. Þessu var fyrst lýst af Pancoast 1932 og er oftast um að ræða krabbamein i broddi lungans. Þó getnr einn- ig verið um að ræða illkynja æxli af taugauppruna á ])essu svæði. Á röntgenmyndum sésl bjá þessum sjúklingum bein- eyðing í efstu rifjum eða brjóstbryggjarliðum, og fylg- ir því mjög mikill verkur efst í brjóstboli eða baki, einnig verkur fram í handlegg vegna truflunar á ])lexus brachialis og skyntruflanir og lamanir á handlegg. Hæsi er oftast, ef æxlið er vinstra megin, og einnig getur Horner’s syn- drome verið lil staðar, en það er inneygð, vöðvabólga, augn- lokasig og svitaleysi þeim niegin á andliti og hálsi. Greining. Eins og áður er gelið, eru einkennin oft óljós lengi fram- an af og sjúkdómsgreiningin því eðlilega erfið, jafnvel þó að menn láti sér detta í hug, að um krabbamein geli verið að ræða. Hjá einstaka sjúkl- ingum uppgötvast æxlið af til- viljun, áður en einkenni koma i ljós. Ifjá sumuni sjúklingum koma ekki teljandi einkenni fram, fyrr en meinið er orðið óskurðtækt. Það er sorgleg staðreynd, að hjá 55—60% þessara sjúklinga er sjúkdóm- urinn kominn ó svo hátt stig, þegar þeir eru lagðir inn á handlæknisdeildir, að aðgerð er orðin tilgangslaus, ])ar sem eitthvað af eftirtöfdum ein- kennum eru fyrir hendi: 1. Meinvörp í eitlum (lfgl. supraclavicularis, axillae eða scaleni). 2. Blóðugur vökvi í brjóst- holi. 3. Lömun á taugum (N. re- currens, n. phrenicus og Iiorner’s syndrome). Mynd 1. 9, 56 ára. Skuggi neðan v. viðbeins,, niður undir fjórða rifi. Þéttastur upp af lungnarót. Inndrátt- ur. R. diagn.: Atelectasis lob. sup. pulm. sin. Thoracotomia sin. et biopsia. P. A. D.: Biti úr krabba- meini (oat cell carcinoma).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.