Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 67

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ 89 lungnahrun, vessamyndun, í- gerð eða eitlastækkanir inn við lungnarót, sem koma fram á myndunum, og verður þá að beita öðrum aðferðum jafn- hliða við greininguna, ef tak- ast á að fá ákveðna sjúkdóms- greiningu. Berkjumyndataka (hroncho- grafia) er ofl til hjálpar. Berkjuspeglun (hronchosco- pia) er mjög þýðingarmikil rannsóknaraðferð og alltaf sjálfsögð, ef grunur er um æxli. Ef æxlið liggur í aðal- herkju, sést það vel, og má þá taka úr þvi hita með þar til gerðri töng og fá sjúkdóms- greininguna. Með þessu áhaldi er þó ekki unnt að sjá nema rétt í opið á berkjunum í lungnahlöðunum, en til er sérstalcl áhald, Broyls telescop, sem unnt er að sjá með dálítið upp i efra lungnablað. I flestum skýrslum er talið, að greina megi sjúkdóminn á- kveðið hjá 40% með berkju- speglun (hronclioscopia), sum- ir segja 75%, en það er ugg- laust allt of hátt, því að það er alls ekki svo stór hundraðs- hluti af þessum æxlum, er vaxa í þeim berkjum, sem unnt er að sjá með þessari rann- sóknaraðferð. Með speglun er einnig úrskurðað að nokkru, hvort æxlið sé óskurðtækt, því að ef æxlið er í aðalberkju og vaxið alveg upp að carina, eða þar sem barkinn greinist í tvennt, þá er tilgangslaust að gera aðgerð. Það verður að vera 2—‘l1/) cm fjarlægð frá carina og niður að sjáanlegu æxli, ef unnt á að vera að fá stúf, sem líkur eru til að grói, og oftast sýnir smásjárrann- sókn, að æxlið er vaxið mun lengra upp á við en sjáanlegt er með berum augum. Enda þótt nægjanlegur stúf- ur sé fyrir hendi, þá er þó margt annað, sem getur gerl æxlið óskurðtækt, svo sem áð- ur er nefnt. Önnur mjög mikilvæg rann- sóknaraðferð er cytologisk rannsókn, þ. e. leit að illkynja frumum í uppgangi eða skol- vatni, sem tekið er við berkju- speglun. Þessi rannsókn er reist á því, að frumuflögnun á sér stað frá yfirhorðsæxlum. Þeir, sem leiknir eru í þessari rannsóknaraðferð, eru mikil hjálp við greiningu lungna- krabbans. Neikvætt svar úti- lokar auðvitað ekki krabba- mein. Jákvætt svar táknar langoftast krahbamein, sem upprunnið er í lunga. Yillandi jákvætt svar, „false positiv“, er þó mögulegt (0—5%) og skiljanlegt, því að eins og áð- ur er nefnt, sést oft metaplasi á þekjufrumunum í gömlum berklaholum, ígerðarholum o. s. frv. Flestum ber saman um, að ef beitt er báðum þessum aðferð- um, herkjuspeglun og cyto-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.