Læknablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 50
172
LÆKNABLAÐlt)
1875, cand. med. 1901, fyrrv.
héraðslæknir. Dáinn 25/12 1961
í Rvik.
Karl A. Maríusson, f. 21 /4
1925, cand. med. 1952, héraðs-
læknir. Dáinn 21/3 1962 í Rvik.
Rakti formaður i stuttu máli
æviferil þeirra. Fundarmenn
risu úr sætum til virðingar hin-
um látnu kollegum. Að svo
búnu tilnefndi formaður Guð-
mund Karl Pétursson sem fund-
arstjóra og Kolbein Kristófers-
son fundarritara, og tóku þeir
við störfum sínum. Fundarstjóri
hóf mál sitt með því að lýsa
dagskrá samkv. auglýsingu í
Læknablaðinu, II. hefti 1962, en
áskildi sér rétt til breytinga á
dagskránni um röð málefna.
í kjörbréfanefnd voru kosnir:
Brynjúlfur Dagsson, Kristján
Sigurðsson og Þorsteinn Sig-
urðsson. Nefndin athugaði kjör-
bréf fulltrúa, og voru þau öll
tekin gild. Kjörbréf vanlaði fyr-
ir fulltrúa Læknafélags Austur-
lands, en sem kjörbréf tekin
gild bókun úr fundargerðarbók
nefnds félags. Fundarstjóri lýsti
fund löglegan, þótt fulltrúar
væru ekki allir mættir, því að
löglega hefði verið til lians boð-
að. Síðan gaf hann formanni
félagsstjórnar, Óskari Þórð-
arsyni orðið, og flutti formað-
ur ársskýrslu stjórnarinnar.
Skýrsla félagsstjórnar.
Skýrsla félagsstjórnar fer hér
á eftir, að mestu eins og for-
maður flutti hana á fundinum:
„Óhætt mun vera að fullyrða,
að þetta starfsár liafi verið við-
burðaríkt. Mun ég segja frá
nokkrum þeirra tíðinda, sem
liafa gerzt, en önnur verða rak-
in af formönnum þeirra nefnda,
sem með málin hafa farið. Aðal-
viðburðirnir liafa gerzt á Al-
þingi, en þeir eru: Breyting á
læknaskipunarlögum nr. 16/
1955, breyting á lögum um al-
mannatryggingar nr. 24/1956 og
nr. 28/1959 og lög nr. 55/1962
um kjarasamninga opinberra
starfsmanna.
Samkv. tillögum landlæknis
lagði ríkisstjórnin fyrir Alþingi
á 82. löggjafarþingi frumvarp
til laga um breytingar á lækna-
skipunarlögum, og fylgdi frum-
varpinu ýtarleg skýrsla frá land-
lækni um ráðstafanir vegna hér-
aðslæknaskorts og um breyting-
ar á launakjörum héraðslækna.
Ekki sá ríkisstjórnin sér fært
að taka til greina að þessu sinni
tillögur landlæknis um staðar-
uppbót og breytingar á héraðs-
skipuninni, en Aljiingi sam-
þykkti eftirfarandi breytingar á
lögunum:
2. gr.
Á eftir 8. gr. laganna komi
ný grein svohljóðandi:
„Heimilt er að fengnum til-
lögum landlæknis að greiða úr
ríkissjóði allt að helmingi kostn-
aðar við nauðsynleg lækninga-
tæki og útliúnað í lækningastofu