Læknablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 89
LÆKNABLAÐIÐ
199
Athugasemd við fundargerð
aðalfundar L.R. 1962
Við lestur fundargerðar að-
alfundar L. R., sem birtist í
Læknablaðinu,3. liefti, 46. árg.,
verður ljóst, að óbjákvæmi-
legt er að gera við liana nokkr-
ar atliugasemdir.
Þess er þá f}rrst að geta, að
af fundargerðinni verður ekki
annað ráðið en Félag heimilis-
lækna í Reykjavík og Félag
sjúkrasamlagslækna í Reykja-
vík séu tvö félög. Hitt er mála
sannast, að þetta er eitt og
sama félagið, og skulu nú færð
að því rök:
Hinn 26. desember 1961 var
haldinn stofnfundur Félags
heimilislækna i Revkjavík.
Lagt var fram uppkast að lög-
um, en það var ekki samþykkt,
utan þess að nafn félagsins var
ákveðið. Stjórn var ekki kjör-
in. Þrjátíu læknar skráðu sig
stofnendur. Þrír menn voru
kjörnir í nefnd til þess að gera
nýtt uppkast að lögum og boða
til framhaldsstofnfundar inn-
an eins mánaðar. Stofnun fé-
lagsins var tilkvnnt á auka-
fundi í L. R. daginn eftir.
Um þetta segir í fundargerð-
inni: „Engin tilkvnning hafði
stjórn L. R. áður borizt um
þessa félagsstofnun.“ Var
hægt að búast við, að tilkynnt
væri um félagsstofnunina, fyrr
en daginn eftir að félagið var
stofnað?
Enn segir í fundargerðinni:
„Kom fram sú skoðun á fund-
inum, að tíminn til félags-
stofnunarinnar væri þannig
valinn, að líkara væri, að for-
ráðamenn Sjúkrasamlagsins
væru þar að verki en læknar í
L. R.“
Þetta er rétt skráð. Þessi um-
mæli voru viðhöfð á fundin-
um, en það er mælenda þeirra
til lítils sóma að brigzla 30
starfsbræðrum sínum um svik
við félag sitt. Oft geta þó
hrokkið upp úr mönnum van-
hugsuð orð í hita umræðna, —
en litil liáttvísi verður það að
teljast að skrá slík ummæli
einldiða i Læknablaðinu.
Framhaldsstofnfundur fé-
lagsins var haldinn 26. janúar
1962. A þeim fundi voru lög
félagsins endanlega samþykkt.
í þeim var ákveðið, að nafn
félagsins skyldi ekki vera Fé-
lag heimilislækna í Reykja-
vík, heldur Félag sjúkrasam-
lagslækna í Reykjavík. Allir