Læknablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 70
184
LÆKNABLAÐIi)
Ölafur P. Jónsson, hérað'slækn-
ir, Álafossi.
Kjörnir á aðalfundi L. 1. í júní
1961.
Á fyrsta fundi sínum, sem
haldinn var á Selfossi 22. júlí
1961, skiptu nefndarmenn með
sér verkum þannig: Brynjúlfur
var kjörinn formaður og Ólaf-
ur P. Jónsson ritari.
Nefndin hefur haldið 13 reglu-
lega fundi, ýmist ein, með stjórn
L. I. eða með stjórn L. I. og
fulltrúum T. R. Aðalstarf nefnd-
arinnar var að setja saman:
„Tillögur um gjaldskrá fyrir
héraðslækna“. Að því unnu for-
maður og ritari fyrstu daga mai-
mánaðar 1962. Var það talsvert
mikið verk. Stuðzt var við ýmis
tiltækileg gögn, svo sem: Gjald-
skrá héraðslækna frá 1933, þá
er enn gildir með tífaldri liækk-
un — frá ársbyrjun 1962. Til-
lögur um gjaldskrá fyrir hér-
aðslækna, samdar af landlækni
og aðstoðarmönnum hans sum-
arið 1961. Þeim tillögum var
í fyrstu haldið leyndum, svo að
fáir vissu um þær, nema þeir,
sem að þeim liöfðu unnið. En
er lögin nr. 45/1962 um breyt-
ingu á læknaskipunarlögum nr.
16/1955 höfðu hlotið staðfest-
ingu 21. apríl 1962 og ráðherra
hafði óskað eftir, að samninga-
viðræður hæfust milli fulltrúa
L. í. og T. R. samkv. siðari hluta
2. málsgr. 3. greinar nefndra
laga, fékk nefndin ])essar tillög-
ur til athugunar og afnota.Einn-
ig var stuðzt við gjaldskrá L. R.
1959 og samning frá 25/4 1962
milli T. R. og f. h. sjúkrasam-
laga í nokkrum kaupstaðahér-
uðum utan Reykjavíkur og L. 1.
f. h. starfandi lækna í sömu hér-
uðum, einkum að því er tók
til greiðslna fyrir skyndivitjanir
og fyrir viðtöl og vitjanir í veik-
indaforföllum lækna (sbr. 8.
málsgr. samningsins, bls. ’4).
Enn fremur voru gjaldskrár frá
Svíþjóð og Noregi hafðar til
hliðsjónar. Tillögur þessar um
gjaldskrá voru síðan ræddar ná-
kvæmlega á sameiginlegum
fundum nefndarinnar og stjórn-
ar L. 1. og að lokum lagðar fyr-
ir forstjóra og aðra fulltrúa T.
R. til athugunar og umræðna.
Tillögurnar hafa verið send-
ar öllum formönnum svæðafé-
laganna með hréfi dags. 2/6
1962, svo að ég tel ekki ástæðu
til að lýsa þeim sérstaklega.
Þegar á fyrsta fundinum með
fulltrúum T. R. 23/5 1962, kom
fram verulegur skoðanamunur,
hæði um form gjaldskrárinnar,
en þó einkum og sér i lagi um
greiðslurnar.
Fyrir næsta fund, sem hald-
inn var 4/7 1962, um sex vik-
um síðar, barst stjórn L. 1. og
kjaranefnd vitneskja um „til-
lögur um gjaldskrá“, samdar af
Páli Sigurðssyni tryggingayfir-
lækni að tilhlutan T. R. Var
form þeirra nokkuð annað.
Flokkaskipting ekki jafnýtarleg
og ýmsu sléppt, sem við höfð-