Læknablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 80
lí)2
LÆKNABLAÐIÐ
skipan skólanefndar Hjúkrun-
arskóla Islands, að L. 1. hefði
verið beðið að útnefna einn
fulltrúa í nefndina, skv. bréfi
menntamálaráðuneytisins frá
21. maí 1962. Óskaði hann eftir
uppástungu um mann í nefnd-
ina, og var stungið upp á for-
manni félagsstjómar sjálfum
og bann kosinn einróma.
IV.
Blaðanefnd L. I. Formaður,
Óskar Þórðarson, reifaði málið
og taldi nauðsyn til þess bera,
að L. I. kysi menn í blaða-
nefnd, sem fréttamenn blaða
og útvarps gætu átt aðgang að
um upplýsingar varðandi lækn-
isfræðileg efni. Samþykkt var
að kjósa slíka nefnd, og gerði
stjórnin uppástungu um eftir-
talda menn: Kristin Stefánsson,
Reykjavík, Magnús Ólafsson,
Reykjavík, og Júlíus Sigurjóns-
son, Reykjavík. Aðrar uppá-
stungur komu ekki fram, og
voru ofangreindir læknar ein-
rórna kjörnir á fundinum.
V.
Kandídatar og héraðsskyld-
an. Formaður félagsstjórnar,
Óskar Þórðarson, reifaði málið
og lýsti því, að þrír fulltrúar
kandídata liefðu leitað til sín út
af þvi öngþveiti, sem nú væri
að skapast vegna binnar svo-
nefndu héraðsskyldu kandídata.
Taldi formaður, að tvennt
kæmi til greina: I fyrsta lagi
að afnema skylduna með öllu
eða í öðru lagi, að kandídatar
fengju að Ijúka þessari skyldu
strax og án tafar. 1 þessu máli
var lögð fram svohljóðandi
fundarályktun:
„Aðalfundur L. I. baldinn
að Hallormsstað 17. og 18.
ágúst 1962 telur nauðsyn á
því að endurskoða lög nr. 51
frá 30. maí 1942 um þjón-
ustuskyldu læknakandídata í
héraði og felur stjórn L. I. að
hlutast til um að fá fram
lagfæringu á þessum lagaá-
kvæðum.“
Ályktun þessi var samþykkt
einróma.
VI.
Styrkur vegna stúdenta-
skipta. Formaður upplýsti, að
bréf hefði borizt frá Lækna-
nemafélaginu, þar sem þess
væri farið á leit við L. I., að
það veitti Læknanemafélaginu
nokkurn fjárhagsstyrk til
greiðsln á ferðakostnaði vegna
stúdentaskipta. Fundurinn af-
greiddi málið með svohljóð-
andi samþykkt:
„Aðalfundur L. I. að Hall-
ormsstað 17. og 18. ágúst
1962 sér ekki ástæðu til að
verða, að svo stöddu, við til-
mælum Læknanemafélagsins
um fjárstyrk til stúdenla-
skipta.“
VII.
Formaður lagði enn fram bréf