Læknablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 52
174
LÆKNABLAÐIÐ
ar var fallizt á tíföldun til bráða-
birgða.
Þessar breytingar á lækna-
skipunarlögunum eru vafalaust
þau merkustu tíðindi, sem gerzt
bafa í sögu launabaráttu hér-
aðslækna. Hér hefur verið náð
merkum áfanga í löngu stríði,
og standa vonir til, að lokahríð-
in sé ekki langt undan og að
stéttin geti þá farið að una við
sín kjör.
Skv. bréfi til Tryggingastofn-
unar ríkisins fól beilbrigðis-
málaráðhei'ra þeirri stofnun að
liefja samninga við L. I. um
greiðslur til héraðslækna fyrir
læknisstörf. Það mál verður rak-
ið síðar af formanni samninga-
nefndar, Brynjúlfi Dagssyni.
Þær breytingar, sem Alþingi
gerði á lögum um almanna-
tryggingar, eru þessar:
L gr.
B-hður 52. gr. laganna orðist
svo:
„Almenn læknishjálp utan
sjúkrahúsa hjá sandagslækni
sjúklings eða öðrum lækni, ef
slíkar vitjanir eru heimilaðar
í samþykktum samlagsins. Sam-
lagsmenn greiða jxi kr. 10.00
fyrir hvert viðtal á lækninga-
stofu og kr. 25.00 fyrir liverja
vitjun. Sjúkrasamlag hefur
heimild til að ákveða, að sjúkl-
ingur greiði læknisreikning að
fullu og endurgreiði þá samlag
sjúklingi sinn hluta. Utanhér-
aðssjúklingar skulu jafnan
greiða lækni að fullu.“
2. gr.
Við aðra málsgrein 54. gr.
sömu laga bætist:
„Sé um að ræða héraðslækni,
sem situr í kauptúni eða kaup-
stað, getur sjúkrasamlag á þeim
stað með samþykki Trygginga-
stofnunarinnar krafizt þess, að
hann taki að sér að gegna heim-
ilislæknisstörfum, gegn föslu
gjaldi. Takist samningar ekki,
ákveður lieilbrigðisstj órnin
greiðsluna með tilliti til gjald-
skrárinnar eða gildandi samn-
inga um heimilislæknisstörf á
samsvarandi stöðum.“
Með bréfi dags. 15/2 ’62 ósk-
aði heilbrigðis- og félagsmála-
nefnd neðri deildar Alþingis eft-
ir umsögn stjórnar L. 1. um
bæði frumvörpin. Svar stjórn-
arinnar var á þessa leið:
„Stjórn L. 1. lítur svo á, að
fyrrnefnt frumvarp um breyt-
ingu á læknaskipunarlögum sé
ekki líklegt til að leysa að fullu
þann vanda, sem því er ætlað,
ef að lögmn yrði í þeirri mynd,
sem það liefur verið lagt fyrir
hið háa Alþingi.
í skýrslu landlæknis, prent-
aðri sem fvlgiskjal með þessu
frumvarpi, og í greinargerð frá
honum, er prentuð var sem
fylgiskjal 577. nefndarálits á
81. löggjafarþingi, og enn frem-
ur í álitsgerð frá L. 1., er prent-
uð var sem fylgiskjal 2 með 577.