Læknablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 99
LÆKNABLAÐIÐ
207
fyrstu, en 2—3 vikum seinna
fá þeir lungnabólgu eða
bronchitis obliterans. Bata-
liorfur eru mjög slæmar.
Eftirfarandi sjúkdómstilfelli
sýnir Ijóslega liættur ofan-
greindrar eitrunar.
Hinn 24. febrúar 1962 var 73
ára kona að störfum í prent-
smiðju hér i bæ. Saltpéturssýra,
er var í íláti á borði þar, hellt-
ist á gólfið, sem er úr tré, og
mvndaðist þá strax töluverður
reykur. Konan vatt upp sýruna
ofan í blikkfötur, og gaus upp
mikill hvítur reykur, en konan
liætti störfum þá þegar sökum
bósta- og mæðikasls. Konan fór
heim, en kvartaði um þreytu
og mæði.
Eftir 5 tíma fékk hún mæði-
og hóstakast og hrakaði fljólt,
svo að hún var flutt á lyflæknis-
deild Landspítalans 8 klukku-
stundum eftir eitrunina.
Við komu var konan illa hald-
in. Hún var sljó og móð, bláleit
á vörum og í andliti. Hiti var
39°C og mikill liósti og slím-
kenndur uppgangur. Hún átti
erfitt um mál, en gat þó skýrt
nokkuð frá athurðum. Hjart-
sláttur var 120/mín. og byrj-
andi hjartaóregla (arrhytmia).
Blóðþrýstingur 170/70. Við
hlustun lungna heyrðust fín
slímliljóð yfir fram- og bakflöt-
um upp undir viðbein. Sjúk-
dómsgreining var bráður
lungnabjúgur.
Þrátt fyrir súrefnisgjöf, blá-
æðaáslátt, róandi lyf, bjartaörv-
andi lyf og aðra meðferð dó
konan 3 klukkustundum eftir
komu, þ.e.a.s. 11 klukkustund-
um eftir eitrunina.
Líkskurður leiddi i Ijós mikla
vökva- og blóðsókn lil lungna,
enda voru þau stór og fyrirferð-
armikil. S)Trustig lungna var 6.5.
Engin sjáanleg erting á slím-
himnum í munni, koki, vélinda
eða maga. Yfirborð lieila eðli-
legt.
Yfirlit.
Þessi sjúkdómsmynd ei
dæmigerð fyrir bráða saltpét-
urssýrlingseitrun(2). Strax eftir
innöndun rejrksins (N02) fær
sjúklingur hósta- og mæðikast,
sem líður hjá. Síðan er sjúkling-
ur einkennalaus í 6—12 tima,
en þá fær hann hráð lungna-
einkenni. Orsakir eru þær, að
saltpéturssýrlingur (N02) veld-
ur lömun og eyðileggingu (cor-
rosion) á lungnaháræðum og
blóðvökvi rennur út í lungna-
vefinn.
Batahorfur.
Flestum höfundum kemur
saman um, að 50—60% af sjúkl-
ingum deyi innan 72 ldukku-
stunda eftir eitruninaC1- 3>. Bata-
horfur þeirra, er lifa af bráða
stigið, eru mjög góðar. K. G.
Rigner og A. Svensson telja 90—
95% af þeim sjúklingum fá góð-
an bataW.