Læknablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 84
194
LÆKNABLAÐIÐ
9. Þrátt fyrir lítinn árangur af
tilraunum læknafélaganna
til þess að hafa áhrif á fram-
kvæmd heilhi'igðismála, tel-
ur fundurinn nauðsyn bera
til þess, að afskipti lælcna-
stéttarinnar af þeim aukist
frá því, sem nú er.
Heiðursfélagar.
Formaður, Óskar Þórðarson,
flutti svohljóðandi ávarp:
„Stjórn L. 1. hefur ekki verið
laus á heiðursfélagatitilinn, en
hefur þó nú hug á því að
heiðra próf. dr. med Ejnar
Meulengracht með honum. Á-
stæðan til þess er sú, að próf.
Meulengracht hefur um 35 ára
skeið staðið mjög framarlega í
kliniskum vísindarannsóknum,
hann hefur alla sína yfirlækn-
istíð verið íslenzkum læknum
mjög þarfur og nú síðustu árin
sem formaður Dansk-islandsk
samfund haldið vel á málefn-
um lslands.“
Tillagan var samþykkt með
lófataki og stjórninni falið að
tilkynna próf. Meulengracht út-
nefninguna.
Nesstofa og gamlir
læknisdómar.
Bjarni Bjarnason vakti máls
á því, að til fleiri húsa skyldi
hugsa en Domus Medica.
Fundarmönnum mætti einnig
koma í hug gamalt hús í ná-
grenni Beykjavíkur, þ. e. Nes-
stofa. Bakli hann nokkuð sögu
hússins og gat þess, að Björn
Þorsteinsson sagnfræðingur
hefði vakið máls á því fyrir
alllöngu, að tilhlýðilegt væri,
að læknastéttin eignaðist þetta
gamla hús.
Fonnaður, Óskar Þórðarson,
skýrði frá því, að langt væri
síðan fyrrv. landlæknir, Vil-
mundur Jónsson, hefði komið
að máli við sig og talið það
sjálfsagða skyldu stéttarinnar
að bjarga þessum einasta
minjagrip íslenzkrar læknis-
sögu og hreyta Nesstofu í Dom-
us Medica.
Brynjúlfur Dagsson benti á,
að það væri vel til fallið að nota
Nesstofu sem safnhús gamalla
lækningatækja og læknisdóma.
Að þessum umræðum lokn-
um samþykkti fundurinn eftir-
farandi ályktun einróma:
„Aðalfundur L. 1. haldinn
að Hallormsstað 17. og 18.
ágúst 1962 skorar á þjóð-
minjavörð og aðra þá aðila,
sem með höndum hafa vernd-
un þjóðlegra minja, að gera
allt, sem í þeirra valdi stend-
ur, til að vernda fyrsta land-
læknisbústað Islands, Nes-
stofu á Seltjarnamesi, frá
niðurrifi og eyðileggingu og
felur stjóm L. 1. að fylgja
þessu máli eftir.“
Fundarstjóri tók þá til máls
og kvað ekki fleiri mál liggja
fyrir fundinum. Hann þakkaði
fulltrúum fyrir komuna, prúð-
mennsku og stundvísi, svo og