Læknablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 96
204
LÆKNABLAÐIÐ
Heimildaskýringai* vegna atliuga-
semda við ársskýrslu L.R
1961 - 1962
Vegna hugleiðinga Jóhann-
esar Björnssonar hér i hlað-
inu um ársskýrslu Læknafé-
lags Reykjavíkur 1961—1962
vill stjórn L. R. koma með eft-
irfarandi skýringar:
Ársskýrslan var lesin og sam-
j)ykkt athugasemdalaust á að-
alfundi félagsins hinn 14. marz
1962, enda hyggðist liún á sam-
þykktum fundargerðum frá al-
mennum félagsfundum og
stjórnarfundum, tilkynning-
um, bréfum, skýrslum og grein-
argerðum frá sérstökum nefnd-
um.
Varðandi frásögn af stofn-
un Félags heimilislækna var i
skýrslunni stuðzt við eftirfar-
andi heimildir úr fundargerða-
hók:
A aukafundi í L. R. 27. des.
1961 var tilkynnt, að stofnað
hefði verið Félag lieimilis-
lækna í Reykjavík. Jafnframt
var lesin upp eftirfarandi
fundarsamj)ykkt frá því félagi
og borin upp sem tillaga til
staðfestingar af almennum fé-
lagsfundi. Tillagan var undir-
rituð af Kristni Björnssyni,
Bergsveini Ólafssyni og Jó-
hannesi Björnssyni og hljóðaði
þannig:
„Fundur i Félagi heimilis-
lækna í Reykjavík lýsir yf-
ir, að liann leggur j)að ein-
dregið til, að L. R. samþykki
1) að samningar heimilis-
lækna séu ekki bundnir við
samninga sérfræðinga, 2) að
gefa samninganefnd L. R.
fullt umboð til samninga um
kjör heimilislækna.“
Kom j)á fram sú athuga-
semd frá einum fundarmanni
(E. P.), að ekki myndi lokið
stofnun Félags lieimilislækna
og væru j)ví forsendur fyrir áð-
urnefndri tillögu ekki réttar.
Þessari athugasemd svaraði
annar fundarmaður (G. B.)
með eftirfarandi yfirlýsingu:
„að a. m. k. 20 manns væru
vitni að þvi, að félagið (þ. e.
Félag heimilislækna) hefði
verið stofnað“. Ekki eru hókuð
nein mótmæli gegn J)essari yf-
irlýsingu.
í athugasemd Jóhannesar
Björnssonar er því haldið
fram, að vítur þær, sem sam-