Læknablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 66
180
LÆKNABLAÐIÐ
lœknisfræði, og hann ætlar sér
að verða yfirlæknir á meiri hátt-
ar spítala, t. d. kennsluspítala,
má segja, að gangurinn sé þessi:
Hann getur ekki orðið annar
aðstoðarlæknir, fyrr en hann
liefur lilotið töluverða almenna
þjálfun, þ. e. unnið sem kandí-
dat eða aukakandídat á spítala,
sem hefur sérdeildir fyrir far-
sóttir; barna-, húð- og kyn- og
geðsjúkdóma, og unnið þar a.
m.k. í eitt ár samtals. Þessa
þjálfun verða íslenzkir læknar
að fá erlendis, og er það undan-
tekning, að án liennar hafi
nokkur maður orðið aðstoðar-
læknir við Landspitalann eða
Borgarspítalann. Að loknu
tveggja ára starfi sem annar
aðstoðarlæknir, hefst þriggja
ára starf sem fyrsti aðstoðar-
læknir. Til þess að verða tal-
inn hæfur til að verða yfirlækn-
ir er auk þess nauðsynlegt, að
hann hafi tekið þátt i stjórn
spítaladeilda, annaðhvort sem
fyrsti aðstoðarlæknir, deildar-
eða aðstoðar-yfirlæknir. Yfir-
læknir á kennslustofnun verður
að hafa hlotið þjálfun i vísinda-
starfsemi. Slika starfsemi iðkar
hann venjulega á aðstoðarlækn-
isárunum, ásamt daglegri vinnu
á stofnuninni. Ef liann vinnur
að doktorsritgerð, er nærri
ógerningur að ljúka henni á
skemmri tima en tveimur til
þremur árum, og verður lækn-
irinn að reikna með að vinna
eingöngu að henni a.m.k. í eitt
ár. Þess má geta, að þrir af vfir-
læknum Landspítalans, yfir-
læknir Borgarspílalans og yfir-
læknir St. Jósefsspitala í Reykja-
vík eru allir doctores medicinae.
Námstími yfirlæknis við
kennslustofnun er þannig að
loknu háskólanámi, kandidats-
og héraðsþjónustu a.m.k. 10 ár.
Svo getur farið, að hann þurfi
að biða eftir yfirlæknisemhætti,
og situr liann þá þann tíma í
lægri stöðum. 1 nágrannalönd-
um okkar er það undanlekning,
að menn verði yfirlæknar við
kennslustofnanir undir 35 ára
aldri.
Það er ógerningur að leggja
fram nákvæmar tölur um náms-
kostnað. Kostnaður að undir-
búningsnámi erlendis undir að-
stoðarlæknisstarf er háður því,
hvort læknirinn fær launaða
kandídatsstöðu eða ekki. Hafa
verður i huga, að flestir þess-
ara lækna eru komnir á þann
aldur, að þeir eru fjölskyldu-
menn og liafa oft mikinn fei’ða-
kostnað, sem ekki er einvörð-
ungu hundinn við ferðalög til
og fi’á Islandi, heldur einnig
milli landa erlendis. Námsstyrki
fá hvergi nærri allir. Aðstoðar-
læknir er launaður skv. 7. launa-
flokki, en deildarlæknir skv. 5.
fl. Tekjur af praxis éru óvissar.
Hámarkstala heimilissj liklinga
fasti’áðinna lækna er 150 núm-
er. í dag mun læknirinn fá fyr-
ir það ca. 37 þús. kr. á ári. Sem
fyrsti aðstoðai’læknir við spít-