Læknablaðið - 01.12.1963, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ
147
FUNDARGERÐ AÐALFUIVDAR
LÆKAAFÉLAGS ÍSLANDS OG
LÆKAADIAGS 1963.
Læknaþing Læknafélags Is-
lands 1963 var sett í 1. kennslu-
stofu Háskólans hinn 27. júni
1963 kl. 9 af formanni félagsins,
Öskari Þórðarsyni. Formaður
bauð lækna velkomna til þings
og minntist síðan þriggja kol-
lega, sem látizt liöfðu á árinu,
þeirra Sigurmundar Sigurðsson-
ar, Brynjúlfs Dagssonar og
Björns Jósefssonar. Bisu fund-
armenn úr sætum til virðing-
ar hinum látnu.
Þessu næst tilnefndi formað-
ur þingstjóra Snorra Hallgríms-
son prófessor og þingritara
Tómas Á. Jónasson.
Þingstjóri gekk því næst til
dagskrár og gaf orðið formanni,
er flutti ársskýrslu félagsstjórn-
ar, sem hér fer á eftir:
Skýrsla stjórnar L. í.
starfsárið 1962—1963.
Þau mál, sem hafa verið efst
á baugi á þessu starfsári, sem
nú er að líða, eru skipun fast-
ráðinna lækna í launaflokka,
samningur fyrir hönd héraðs-
lækna um almenn læknisstörf
í þágu sjúkrasamlaga og al-
mannatrygginga, ný gjaldskrá
L. í. og nýr taxti fyrir skóla-
lækningar utan Beykjavíkur.
Þegar Kjararáð BSBB hafði
lokið röðun opinberra starfs-
manna í launaflokka, kom í ljós,
að ráðið hafði ekki séð sér fært
að fara eftir tillögum BIIM í
veigamiklum efnisatriðum, að
því er tók til menntunar og ann-
arrar sérstöðu háskólamanna.
Af því tilefni sendi stjórn L.I.
Kjararáði BSRB eftirfarandi
bréf:
Reykjavík, 9/11 1962.
1 greinargerð fyrir tillögum um
röðun lœkna í launaflokka gerði
stjórn L.l. grein fyrir þeim kröfum,
sem eru gerðar til hinna ýmsu
starfsgreina innan praktískrar lækn-
isfræði, og var sérstök áherzla lögð
á það, að við röðunina væri tekið
tillit til námstima, verksviðs, vinnu-
álags, ábyrgðar og visindastarfa.
Þegar þessi greinargerð var rædd
í launaráði BHM, var það viður-
kennt, að yfirlæknar væru tvímæla-
laust i sérflokki, hvað þessi atriði
snerti. Þvi þótti stillt i hóf, þegar
yfirlæknum var skipað í 28.—30.
launaflokk.
Með tilliti til þeirra reglna, sem
launaráð BSRB byggir röðunina á,
þá þykist stjórn L.l. hafa fullan
rétt til að krefjast þess, að yfir-
læknar verði ekki settir skör lægra
en forstjórar ýmissa ríkisfyrir-
tækja, sem gera minni kröfur til
námstima og ábyrgðar. Þá er einnig
vert að minnast þess, að ekki er
á það hætt, að hending sé látin