Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1963, Side 24

Læknablaðið - 01.12.1963, Side 24
150 LÆKNABLAÐIÐ sér í lagi ef tekið er tillit til þess, að héraðslæknirinn vinnur á eigin ábyrgð, en kandidat undir annarra stjórn. Læknafélag Islands mun hins veg- ar, eins og önnur félög innan BSRB, verða að sinni að sætta sig við það samkomulag um skipun í launaflokka, sem gjört hefur verið. Stjórn L.l. vill samt minna á það enn einu sinni, að henni þykir lækna- kandidötum mismunað, þegar þeir eru settir I lægri launaflokk en aðr- ir háskólakandídatar, sem hafa 2 —3 ára styttri námstíma og virma ekki ábyrgðarmeira starf en þeir. Ætla má, að um það bil helming- ur læknakandidata leggi út í sér- nám að kandidatsstarfi loknu, og tekur það nám a.m.k. 4 ár og er ærið kostnaðarsamt. Enn fremur þykir vert að minna á, að ef fyrir- komulag héraðslæknisstarfs í stærri kaupstöðum breytist i það horf, sem nú er á Akureyri, flytjist héraðið í 26. launaflokk. Að þessu athuguðu leggur stjóm L.l. til, að læknishéruð verði flokk- uð sem hér segir: 26. fl.: Akureyri. 21. fl.: Hafnarfjarðarhérað, Kópa- vogshérað, Keflavikurhérað, Akra- neshérað. 20. fl.: Reykhólahérað, Flateyjar- hérað, Bíldudalshérað, Suðureyr- arhérað, Súðavíkurhérað, Djúpa- víkurhérað, Grenivíkurhérað, Kópaskershérað, Raufarhafnar- hérað, Þórshafnarhérað, Norður- Egilsstaðahérað, Austur-Egils- staðahérað, Bakkagerðishérað, Djúpavogshérað, Kirkjubæjarhér- að. 19. fl.: Álafosshérað, Þingeyrarhér- að,Flateyrarhérað,Bolungarvíkur- hérað, Höfðahérað, Ólafsfjarðar- hérað, Vopnafjarðarhérað, Seyðis- fjarðarhérað, Víkurhérað. 18. fl.: Kleppjárnsreykjahérað, Búð- ardalshérað, Isafjarðarhérað, Hólmavíkurhérað, Hofsóshérað, Siglufjarðarhérað, Breiðumýrar- hérað, Eskifjarðarhérað, Búðar- hérað, Hafnarhérað, Vestmanna- eyjahérað, Eyrarbakkahérað. 17. fl.: Borgarneshérað, Ólafs- víkurhérað, Stykkishólmshérað, Hvammstangahérað, Blönduós- hérað, Sauðárkrókshérað, Hvols- hérað, Helluhérað, Laugaráshér- að, Patreksfjarðarhérað, Dalvik- urhérað, Hveragerðishérað, Húsa- vikurhérað, Neshérað, Selfoss- hérað. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Læknafélags Islands. (Undirskrift.) Til Kjararáðs BSRB. Er nú eftir að ákveða launa- stigann, en það er hlutverk Kjaradóms. Með lögum nr. 45/1962 er héraðslæknum ætlað að taka greiðslu fyrir læknisstörf, önn- ur en embættisstörf, skv. samn- ingi. Viðræður um þessi mál við fulltrúa Tryggingastofnunar ríkisins hófust í lok september. Fulltrúar L.I. voru þeir Brynj- úlfur Dagsson, Bjarni Guð- mundsson og Ólafur P. Jóns- son, en stjórnin var auk þeirra viðstödd við flestar viðræðurn- ar. Það var markmið fulltrúa L.l. að sama greiðsla fengist um allt land fyrir sama læknisstarf. Um þetta varð töluvert mála- þras, sem endaði með þvi, að báðir aðiljar féllust á að fela iveim mönnum að gera tillögur um lausn á deiluatriðum, þeim Ólafi Björnssyni f. b. L.í. og Páli Sigurðssyni f. h. Trygginga-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.